Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-70 | Keflavík í úrslit Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 16. apríl 2013 14:41 Keflavík vann frábæran sigur, 78-70, á Val í oddaleik undanúrslita Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðin höfðu bæði unnið tvo útileiki fyrir leikinn í kvöld og kom loksins heimasigur hjá Keflavík. Liðið mætir því KR í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík byrjaði leikinn betur og komst í 10-5 í upphafi leiksins. Þær voru ákveðnari og sýndu á köflum fínan sóknarleik. Þegar leið á fjórðunginn komust Valsstelpurnar meira í takt við leikinn og sóknarleikur þeirra fór að ganga betur. Leikhlutinn var spennandi og var staðan 18-16 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setti niður þriggja stigakörfu um leið og leiktíminn rann út í fyrsta fjórðungnum og fór Keflavík í leikhlé með mikinn meðbyr. Valur byrjaði annan leikhluta betur og komst fljótlega yfir 21-18 en Keflvíkingar komu sterkir til baka í kjölfarið og náðu í raun strax aftur að ná tökum á leiknum. Um tíma í öðrum leikhluta gekk ekkert upp hjá Val en flest allt hjá Keflavík. Staðan var allt í einu orðin 29-21 og heimastúlkur í góðum málum. Valsarar neituðu að leggja árar í bát og komust aftur í takt við leikinn en á þeim kafla var Jaleesa Butler mögnuð fyrir Val. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir Keflavík og allt galopið. Valur byrjaði síðari hálfleikinn mikið mun betur en Keflavík en þær gerðu sjö stig í röð og breyttu stöðunni í 37-33 sér í vil. Keflvíkingar brugðu þá á það ráð að taka leikhlé sem skilaði sér heldur betur en þá var komið að þeim að gera sjö stig í röð. Á einu augabragði var staðan orðin 40-39 fyrir heimastúlkum. Valur náði frábærum kafla rétt undir lok þriðja leikhlutans og voru allt í einu komnar með tíu stiga forskot 54-44 þegar loka leikhlutinn var eftir. Valsarar héldu áfram að spila sinn leik í upphafi fjórðaleikhlutans en heimastúlkur nálguðust þær hægt og rólega. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður munaði aðeins einu stigi 59-58 og rosaleg spenna í Keflavík. Bryndís Guðmundsdóttir átti hreint magnaðan fjórða leikhluta og skoraði til að mynda átta stig í röð um miðjan fjórðunginn. Bryndís hélt áfram að leika eins og enginn væri morgundagurinn og skoraði alls 24 stig í leiknum. Keflavík var sterkari á lokasprettinum og vann að lokum magnaðan sigur 78-70. Bryndís Guðmundsdóttir var frábær í liði Keflavíkur og gerði 24 stig. Jaleesa Butler var með 21 fyrir Val.Keflavík-Valur 78-70 (18-16, 15-14, 11-24, 34-16)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Sara Rún Hinriksdóttir 1/6 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Jaleesa Butler 21/13 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/15 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, María Björnsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0. Bryndís: Það kom ekki til greina að tapa enn einum heimaleiknum„Við töluðum bara saman milli þriðja og fjórða leikhluta og ákváðum að spýta bara í lófana og klára þennan leik,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Það kom bara ekki til greina að tapa þriðja heimaleiknum í röð. Þetta er sennilega besti leikur sem ég hef spilað í deildinni. Ég fór bara að taka opnu skotin fyrst þær leyfðu mér það, ég er ekkert besta skytta í heiminum en þetta gekk í kvöld.“ „Við vorum að leyfa þeim allt of mikið að ýta okkur út úr kerfum og í fjórða leikhlutanum brugðum við á það ráð að gera það sama við Valsarana.“ „Mér líst bara rosalega vel á að mæta KR, það verður hörku rimma og ég sé það alveg fara í fimm leiki.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bryndísi hér að ofan. Ágúst: Villuvandræði okkar fóru með leikinn„Við erum að spila virkilega vel í kvöld en lentum í villuvandræðum í fjórða leikhlutanum og það hafði mikið að segja,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Við missum Kristrúnu og Unnu útaf í fjórða leikhlutanum og það var alltof stór biti.“ „Þetta er gríðarlega svekkjandi þar sem við erum gríðarlega nálægt því að klára þetta einvígi í Valsheimilinu og það hefði verið frábært.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér. Pálína: Áhorfendur okkar voru frábærir í kvöld„Svona er bara körfuboltinn, það getur allt gerst,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Ég held að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun og virkilega gaman að spila hér í kvöld.“ „Við vorum nokkuð slakar fyrstu þrjá leikhlutana og mér fannst í raun stelpurnar vera orðnar hálf vonlausar, en þá tók Sigurður (Ingimundarson) leikhlé og eftir það gekk þetta allt saman.“ „Áhorfendur voru frábærir og studdu okkur gríðarlega, svo sannarlega sjötti maðurinn á vellinum. Við erum ekkert farnar að hugsa út í úrslitaeinvígið, vildum bara klára þetta dæmi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld: Leik lokið: Keflavík vinnur hér frábæran sigur 78-70 í mögnuðum oddaleik. Liðið mætir KR í úslitum Íslandsmótsins.40.mín: Keflavík er hreinlega að að klára þennan leik hér. Staðan 73-66 þegar 30 sekúndur eru eftir.39. mín: Pálína Gunnlaugsdóttir setur hér niður enn einn þristinn fyrir Keflavík. Staðan er 67-64 fyrir Keflavík.38.mín: Enn eitt stigið frá Bryndísi sem kemur Keflavík yfir 64-62. Ótrúlegur leikur hjá henni.36. mín: Bryndís Guðmundsdóttir er gjörsamlega að fara á köstum hér. Hún hefur gert átta stig í röð fyrir Keflavík og er staðan 62-60 fyrir Val.35. mín: Bryndís var að skora aðra þriggja stigakörfu og nú munar aðeins þremur stigum 59-56. Magnaður leikur hjá Bryndísi.34.mín: Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setur einnig niður þriggja stigakörfu og er staðan núna 58-53. Þetta er ennþá gríðarlega spennandi leikur.33. mín: Jessica Ann Jenkins að setja niður þrist fyrir Keflavík og er munurinn núna sex stig 56-50.32. mín: Keflvíkingar neita að gefast upp og hafa minnkað muninn í 7 stig 54-47.3. leikhluta lokið: Eftir frábæran endasprett hjá Val í leikhlutanum er staðan 54-44 og útlitið flott hjá Hlíðarendastúlkum.27. mín: Það er allt í járnum þessa stundina og staðan er 45-44 fyrir Val.24. mín: Þessi íþrótt er oft kölluð íþrótt áhlaupa og það sannar sig hér. Keflavík er allt einu komið yfir á ný 40-39. Sjö stig í röð frá þeim. Frábær leikur hér í Keflavík.23. mín: Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, var að setja niður frábæran þrist og koma Val í 37-33 en Valur hefur gert sjö stig gegn engu hjá Keflavík í síðari hálfleiknum.22. mín: Valsarar gera fjögur fyrstu stig síðari hálfleiksins og breyta stöðunni í 34-33.Hálfleikur: Valsstúlkur komu til baka undir lok hálfleiksins og er staðan 33-30 fyrir Keflavík þegar stúlkurnar ganga til búningsherbergja.18. mín: Núna gengur akkúrat ekkert hjá Val og allt hjá Keflavík. Gestirnir hafa ekki skorað stig í langan tíma og er staðan 29-21.16. mín: Það er gaman að sjá hversu margir áhorfendur eru í höllinni og láta þeir vel í sér heyra. Keflvíkingar eru mun fleiri og það heyrist. Oddaleikur sem er að standa undir væntingum hingað til. Staðan 24-21. 14. mín: Liðin skiptast á að hafa yfirhöndina. Núna er staðan orðin 22-21 fyrir heimamenn.12. mín: Valsstúlkur eru komnar yfir 21-18. Sóknarleikur þeirra er farinn að ganga eins og smurð vél.1. leikhluta lokið: Þessi leikur heldur áfram að vera spennandi. Nokkuð mörg mistök að líta dagsins ljós en það má skrifast á spennustig. Staðan er 18-16 fyrir heimastúlkur. Pálína Gunnlaugsdóttir setti niður flautuþrist um leik og bjallan gall. Flottur endir.6. mín: Valsmenn eru að koma til baka og staðan er núna 10-7.3. mín: Keflavík gerir hér fjögur fyrstu stigin í leiknum og er staðan 4-0.1. mín: Þá er leikurinn farinn af stað og Keflvíkingar gera tvö fyrstu stigin.Fyrir leik: Hvorugt liðið hefur unnið heimaleik í þessu einvígi en Valsstúlkur hafa tvívegis unnið hér í Keflavík og Keflvíkingar unnið báða leikina í Vodafone-höllinni. Það er spurning hvort heimavöllurinn skilið því einhverju í kvöld fyrir Keflavík.Fyrir leik: Hér allt klárt fyrir þennan oddaleik og fín stemmning í húsinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur, 78-70, á Val í oddaleik undanúrslita Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðin höfðu bæði unnið tvo útileiki fyrir leikinn í kvöld og kom loksins heimasigur hjá Keflavík. Liðið mætir því KR í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík byrjaði leikinn betur og komst í 10-5 í upphafi leiksins. Þær voru ákveðnari og sýndu á köflum fínan sóknarleik. Þegar leið á fjórðunginn komust Valsstelpurnar meira í takt við leikinn og sóknarleikur þeirra fór að ganga betur. Leikhlutinn var spennandi og var staðan 18-16 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setti niður þriggja stigakörfu um leið og leiktíminn rann út í fyrsta fjórðungnum og fór Keflavík í leikhlé með mikinn meðbyr. Valur byrjaði annan leikhluta betur og komst fljótlega yfir 21-18 en Keflvíkingar komu sterkir til baka í kjölfarið og náðu í raun strax aftur að ná tökum á leiknum. Um tíma í öðrum leikhluta gekk ekkert upp hjá Val en flest allt hjá Keflavík. Staðan var allt í einu orðin 29-21 og heimastúlkur í góðum málum. Valsarar neituðu að leggja árar í bát og komust aftur í takt við leikinn en á þeim kafla var Jaleesa Butler mögnuð fyrir Val. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir Keflavík og allt galopið. Valur byrjaði síðari hálfleikinn mikið mun betur en Keflavík en þær gerðu sjö stig í röð og breyttu stöðunni í 37-33 sér í vil. Keflvíkingar brugðu þá á það ráð að taka leikhlé sem skilaði sér heldur betur en þá var komið að þeim að gera sjö stig í röð. Á einu augabragði var staðan orðin 40-39 fyrir heimastúlkum. Valur náði frábærum kafla rétt undir lok þriðja leikhlutans og voru allt í einu komnar með tíu stiga forskot 54-44 þegar loka leikhlutinn var eftir. Valsarar héldu áfram að spila sinn leik í upphafi fjórðaleikhlutans en heimastúlkur nálguðust þær hægt og rólega. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður munaði aðeins einu stigi 59-58 og rosaleg spenna í Keflavík. Bryndís Guðmundsdóttir átti hreint magnaðan fjórða leikhluta og skoraði til að mynda átta stig í röð um miðjan fjórðunginn. Bryndís hélt áfram að leika eins og enginn væri morgundagurinn og skoraði alls 24 stig í leiknum. Keflavík var sterkari á lokasprettinum og vann að lokum magnaðan sigur 78-70. Bryndís Guðmundsdóttir var frábær í liði Keflavíkur og gerði 24 stig. Jaleesa Butler var með 21 fyrir Val.Keflavík-Valur 78-70 (18-16, 15-14, 11-24, 34-16)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Sara Rún Hinriksdóttir 1/6 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Jaleesa Butler 21/13 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/15 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, María Björnsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0. Bryndís: Það kom ekki til greina að tapa enn einum heimaleiknum„Við töluðum bara saman milli þriðja og fjórða leikhluta og ákváðum að spýta bara í lófana og klára þennan leik,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Það kom bara ekki til greina að tapa þriðja heimaleiknum í röð. Þetta er sennilega besti leikur sem ég hef spilað í deildinni. Ég fór bara að taka opnu skotin fyrst þær leyfðu mér það, ég er ekkert besta skytta í heiminum en þetta gekk í kvöld.“ „Við vorum að leyfa þeim allt of mikið að ýta okkur út úr kerfum og í fjórða leikhlutanum brugðum við á það ráð að gera það sama við Valsarana.“ „Mér líst bara rosalega vel á að mæta KR, það verður hörku rimma og ég sé það alveg fara í fimm leiki.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bryndísi hér að ofan. Ágúst: Villuvandræði okkar fóru með leikinn„Við erum að spila virkilega vel í kvöld en lentum í villuvandræðum í fjórða leikhlutanum og það hafði mikið að segja,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Við missum Kristrúnu og Unnu útaf í fjórða leikhlutanum og það var alltof stór biti.“ „Þetta er gríðarlega svekkjandi þar sem við erum gríðarlega nálægt því að klára þetta einvígi í Valsheimilinu og það hefði verið frábært.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ágúst með því að ýta hér. Pálína: Áhorfendur okkar voru frábærir í kvöld„Svona er bara körfuboltinn, það getur allt gerst,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Ég held að þessi leikur hafi verið frábær skemmtun og virkilega gaman að spila hér í kvöld.“ „Við vorum nokkuð slakar fyrstu þrjá leikhlutana og mér fannst í raun stelpurnar vera orðnar hálf vonlausar, en þá tók Sigurður (Ingimundarson) leikhlé og eftir það gekk þetta allt saman.“ „Áhorfendur voru frábærir og studdu okkur gríðarlega, svo sannarlega sjötti maðurinn á vellinum. Við erum ekkert farnar að hugsa út í úrslitaeinvígið, vildum bara klára þetta dæmi.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld: Leik lokið: Keflavík vinnur hér frábæran sigur 78-70 í mögnuðum oddaleik. Liðið mætir KR í úslitum Íslandsmótsins.40.mín: Keflavík er hreinlega að að klára þennan leik hér. Staðan 73-66 þegar 30 sekúndur eru eftir.39. mín: Pálína Gunnlaugsdóttir setur hér niður enn einn þristinn fyrir Keflavík. Staðan er 67-64 fyrir Keflavík.38.mín: Enn eitt stigið frá Bryndísi sem kemur Keflavík yfir 64-62. Ótrúlegur leikur hjá henni.36. mín: Bryndís Guðmundsdóttir er gjörsamlega að fara á köstum hér. Hún hefur gert átta stig í röð fyrir Keflavík og er staðan 62-60 fyrir Val.35. mín: Bryndís var að skora aðra þriggja stigakörfu og nú munar aðeins þremur stigum 59-56. Magnaður leikur hjá Bryndísi.34.mín: Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, setur einnig niður þriggja stigakörfu og er staðan núna 58-53. Þetta er ennþá gríðarlega spennandi leikur.33. mín: Jessica Ann Jenkins að setja niður þrist fyrir Keflavík og er munurinn núna sex stig 56-50.32. mín: Keflvíkingar neita að gefast upp og hafa minnkað muninn í 7 stig 54-47.3. leikhluta lokið: Eftir frábæran endasprett hjá Val í leikhlutanum er staðan 54-44 og útlitið flott hjá Hlíðarendastúlkum.27. mín: Það er allt í járnum þessa stundina og staðan er 45-44 fyrir Val.24. mín: Þessi íþrótt er oft kölluð íþrótt áhlaupa og það sannar sig hér. Keflavík er allt einu komið yfir á ný 40-39. Sjö stig í röð frá þeim. Frábær leikur hér í Keflavík.23. mín: Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Vals, var að setja niður frábæran þrist og koma Val í 37-33 en Valur hefur gert sjö stig gegn engu hjá Keflavík í síðari hálfleiknum.22. mín: Valsarar gera fjögur fyrstu stig síðari hálfleiksins og breyta stöðunni í 34-33.Hálfleikur: Valsstúlkur komu til baka undir lok hálfleiksins og er staðan 33-30 fyrir Keflavík þegar stúlkurnar ganga til búningsherbergja.18. mín: Núna gengur akkúrat ekkert hjá Val og allt hjá Keflavík. Gestirnir hafa ekki skorað stig í langan tíma og er staðan 29-21.16. mín: Það er gaman að sjá hversu margir áhorfendur eru í höllinni og láta þeir vel í sér heyra. Keflvíkingar eru mun fleiri og það heyrist. Oddaleikur sem er að standa undir væntingum hingað til. Staðan 24-21. 14. mín: Liðin skiptast á að hafa yfirhöndina. Núna er staðan orðin 22-21 fyrir heimamenn.12. mín: Valsstúlkur eru komnar yfir 21-18. Sóknarleikur þeirra er farinn að ganga eins og smurð vél.1. leikhluta lokið: Þessi leikur heldur áfram að vera spennandi. Nokkuð mörg mistök að líta dagsins ljós en það má skrifast á spennustig. Staðan er 18-16 fyrir heimastúlkur. Pálína Gunnlaugsdóttir setti niður flautuþrist um leik og bjallan gall. Flottur endir.6. mín: Valsmenn eru að koma til baka og staðan er núna 10-7.3. mín: Keflavík gerir hér fjögur fyrstu stigin í leiknum og er staðan 4-0.1. mín: Þá er leikurinn farinn af stað og Keflvíkingar gera tvö fyrstu stigin.Fyrir leik: Hvorugt liðið hefur unnið heimaleik í þessu einvígi en Valsstúlkur hafa tvívegis unnið hér í Keflavík og Keflvíkingar unnið báða leikina í Vodafone-höllinni. Það er spurning hvort heimavöllurinn skilið því einhverju í kvöld fyrir Keflavík.Fyrir leik: Hér allt klárt fyrir þennan oddaleik og fín stemmning í húsinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira