Réttað yfir fimmmenningum vegna PIP-púða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. apríl 2013 13:50 Stefnendur skrá sig í ráðhúsinu í Marseille. Mynd/AP Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí. PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Hafin eru réttarhöld yfir fimm yfirmönnum franska fyrirtækisins PIP vegna ónýtra brjóstapúða. Réttarhöldin eru sögð ein af þeim stærstu í sögu Frakklands, en yfir fimm þúsund konur taka þátt í málsókninni. Meðal ákærðu er Jean-Claude Mas, stofnandi og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, en hann er sakaður um að hafa látið setja iðnaðarsílikon í púðana. Hefur það gert það að verkum að margir púðanna hafa lekið, og eru hin meintu svik sögð hafa áhrif á um 300 þúsund konur í 65 löndum. Réttarhöldin fara fram í borginni Marseille, en þau voru flutt úr dómshúsinu í ráðhúsið vegna fjölda stefnenda og lögmanna þeirra. Lokað þinghald hér á landi Hér á landi hafa konur stefnt Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna notkunar púðanna. Ekki er um hópmálsókn að ræða heldur nokkrar aðskildar málsóknir. Saga Ýrr Jónsdóttir fer með mál nokkurra kvennanna. Saga vildi sem minnst tjá sig um þinghaldið sem nú stendur yfir, en það er lokað. Aðspurð um áhrif niðurstöðu frönsku réttarhaldanna segir Saga erlenda málið geta hjálpað. „Það munu koma fram upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins sem maður hefur ekki aðgang að hérna þannig að auðvitað verður fylgst með því. Svoleiðis hjálpar mjög mikið.“ Talið er að réttarhöldin í Marseille standi til 17. maí.
PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45
Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa. 9. janúar 2012 12:03
Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7. nóvember 2012 19:29