Verður kappakstrinum aflýst í þetta sinn? Birgir Þór Harðarson skrifar 17. apríl 2013 22:45 Bernie Ecclestone er ekkert afskaplega vinsæll í Barein. Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1. Í morgun notaði öryggislögreglan táragas á mótmælendur sem safnast hafði við grunnskóla í Manama, höfuðborg landsins. Fólkið vill að kappakstrinum verði aflýst enda gefi hann skakka mynd af ástandinu í landinu og dregur athyglina frá málstaðnum. Fyrir ári síðan var uppi sama staða og varð mikil óvissa um hvort kappaksturinn þar færi fram. Keppnisliðin hótuðu að mæta ekki til leiks en voru á endanum skikkuð til þess af rétthöfum mótsins, með öðrum orðum Bernie Ecclestone. Þá þóttist ríkisstjórn Bretlands vilja hafa eitthvað með málið að segja en bentu breskum ferðalöngum á endanum á að þeir væru á eigin vegum í Barein. Átökin hafa orðið meiri í aðdraganda Formúlu 1-kappakstursins en stærstu og virtustu mótorsportfréttaveitur í heimi hafa enn ekki viðurkennt að það gæti orðið vandamál þegar að keppninni kemur. Keppnisliðin segjast sjálf ekki hafa neinar áhyggjur. Lentu í sprengingu í fyrra"Við elskum F1, en við elskum frelsið meira"Liðsmenn Force India-liðsins lentu í sprengingu í fyrra þegar þeir óku frá brautinni og upp á hótel seint á föstudagskvöldi. Þeir voru skelkaðir en liðið ákvað að keppa eins og ekkert hafði í skorist. Bob Fenley, aðstoðarliðsstjóri, segist ekki búast við neinum ofboðslegum vandræðum í Barein en gerir þó ráð fyrir smávægilegum atvikum. „Það hljóta að verða einhver tilvik, en það sem við lentum í í fyrra var aðeins tilviljun sem gert var að allt of stóru máli,“ sagði Fenley við Autosport. Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins, hefur heldur engar áhyggjur. Liðsmenn Sauber mættu mótmælendum með grímur seint á fimmtudagskvöldi í fyrra, án þess þó að til átaka kæmi. „Afstaða okkar er sú sama og hún var í fyrra: Þetta er vandamál FIA, sem sér um regluverkið, og rétthafanna,“ sagði Kaltenborn en í fyrra var það endanlega í verkahring Alþjóða akstursíþróttasambandsins að ákveða hvort mótið færi fram eða ekki. „Það er þeirra að ákveða hvort aðstæður séu nógu góðar fyrir kappaksturinn okkar.“ Minnihlutinn stjórnarKonungsstjórnin í Barein hefur nýtt allan sinn mátt í að halda mótmælunum í skefjum undanfarin tvö ár. Í landinu búa meðlimir beggja trúarbrota islam, stærra trúarbrotið, sjítar, eru ekki hliðhollir konungsstjórninni sem gerir leikinn enn flóknari fyrir ráðamenn í Formúlu 1. Þá er erfitt fyrir Ecclestone að hafna gríðarlegum fjármunum sem stjórnvöld í Barein borga fyrir að halda kappaksturinn þar í landi. Almenningur er þó andvígur kappakstrinum. Í fyrra var óttast um öryggi áhorfenda frekar en keppnisliðanna. Ekki var talið ólíklegt að mótmælendur myndu reyna að nota kappaksturinn til að ná athygli alþjóðasamfélagsins, sem hefur gott sem litið fram hjá Brarein í öldu mótmæla sem reið yfir Mið-Austurlönd fyrir fáeinum árum. Myndbandið að ofan er síðan á laugardag en þar fer arabísk sjónvarpsstöð yfir ástandið á ensku. Formúla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1. Í morgun notaði öryggislögreglan táragas á mótmælendur sem safnast hafði við grunnskóla í Manama, höfuðborg landsins. Fólkið vill að kappakstrinum verði aflýst enda gefi hann skakka mynd af ástandinu í landinu og dregur athyglina frá málstaðnum. Fyrir ári síðan var uppi sama staða og varð mikil óvissa um hvort kappaksturinn þar færi fram. Keppnisliðin hótuðu að mæta ekki til leiks en voru á endanum skikkuð til þess af rétthöfum mótsins, með öðrum orðum Bernie Ecclestone. Þá þóttist ríkisstjórn Bretlands vilja hafa eitthvað með málið að segja en bentu breskum ferðalöngum á endanum á að þeir væru á eigin vegum í Barein. Átökin hafa orðið meiri í aðdraganda Formúlu 1-kappakstursins en stærstu og virtustu mótorsportfréttaveitur í heimi hafa enn ekki viðurkennt að það gæti orðið vandamál þegar að keppninni kemur. Keppnisliðin segjast sjálf ekki hafa neinar áhyggjur. Lentu í sprengingu í fyrra"Við elskum F1, en við elskum frelsið meira"Liðsmenn Force India-liðsins lentu í sprengingu í fyrra þegar þeir óku frá brautinni og upp á hótel seint á föstudagskvöldi. Þeir voru skelkaðir en liðið ákvað að keppa eins og ekkert hafði í skorist. Bob Fenley, aðstoðarliðsstjóri, segist ekki búast við neinum ofboðslegum vandræðum í Barein en gerir þó ráð fyrir smávægilegum atvikum. „Það hljóta að verða einhver tilvik, en það sem við lentum í í fyrra var aðeins tilviljun sem gert var að allt of stóru máli,“ sagði Fenley við Autosport. Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins, hefur heldur engar áhyggjur. Liðsmenn Sauber mættu mótmælendum með grímur seint á fimmtudagskvöldi í fyrra, án þess þó að til átaka kæmi. „Afstaða okkar er sú sama og hún var í fyrra: Þetta er vandamál FIA, sem sér um regluverkið, og rétthafanna,“ sagði Kaltenborn en í fyrra var það endanlega í verkahring Alþjóða akstursíþróttasambandsins að ákveða hvort mótið færi fram eða ekki. „Það er þeirra að ákveða hvort aðstæður séu nógu góðar fyrir kappaksturinn okkar.“ Minnihlutinn stjórnarKonungsstjórnin í Barein hefur nýtt allan sinn mátt í að halda mótmælunum í skefjum undanfarin tvö ár. Í landinu búa meðlimir beggja trúarbrota islam, stærra trúarbrotið, sjítar, eru ekki hliðhollir konungsstjórninni sem gerir leikinn enn flóknari fyrir ráðamenn í Formúlu 1. Þá er erfitt fyrir Ecclestone að hafna gríðarlegum fjármunum sem stjórnvöld í Barein borga fyrir að halda kappaksturinn þar í landi. Almenningur er þó andvígur kappakstrinum. Í fyrra var óttast um öryggi áhorfenda frekar en keppnisliðanna. Ekki var talið ólíklegt að mótmælendur myndu reyna að nota kappaksturinn til að ná athygli alþjóðasamfélagsins, sem hefur gott sem litið fram hjá Brarein í öldu mótmæla sem reið yfir Mið-Austurlönd fyrir fáeinum árum. Myndbandið að ofan er síðan á laugardag en þar fer arabísk sjónvarpsstöð yfir ástandið á ensku.
Formúla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira