Real Madrid hefur velt Manchester United úr sessi sem verðmætasta fótboltalið heimsins. Þetta kemur fram á nýjum lista Forbes tímaritsins um verðmætustu fótboltalið heimsins.
Forbes hefur birt þennan lista frá árinu 2004 og í fyrsta sinn er Manchester United ekki á toppi listans.
Forbes telur að verðmæti Real Madrid sé um 3,3 milljarðar dollara eða um 390 milljarða króna og hefur aukist um 75% frá fyrra ári. Manchester United er í öðru sæti en verðmæti þess er talið um 3,2 milljarðar dollara og hefur aukist um 42% milli ára.
Í næstu sætum eru Bercelona , Arsenal og Bayern München en nefna má að helmingurinn af 10 verðmætustu fótboltaliðum heimsins leika í ensku úrvalsdeildinni.

