Leik lokið: Grindavík - KR 95-87 | 1-0 fyrir Grindavík Jón Júlíus Karlsson í Grindavík skrifar 1. apríl 2013 18:15 Aaron Broussard var frábær í kvöld með 31 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Mynd/Vilhelm Grindvík er komið yfir í einvíginu við KR í undanúrslitum, Domino's deildar karla. Grindavík vann fyrsta leikinn í kvöld á heimavelli, 95-87 Grindvíkingar hófu leikinn betur. Þeir leiddu 23-10 eftir fyrsta leikhluta. Grindvíkingar skoruðu síðustu 14 stigin í fyrsta leikhluta og náðu um leið góðri forystu. KR-ingum hafði tekist að leysa varnarleikinn vel hjá Grindavík framan af fyrsta leikhluta en heimamenn settu í lás í vörninni og lítið fór niður hjá gestunum. 13 stiga forysta hjá Grindavík eftir fyrsta leikhluta. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingum gekk betur í sókninni en gekk illa að verjast fjölbreyttum sóknarleik Grindvíkinga. Staðan í hálfleik 50-34 og útlitið gott hjá heimamönnum. Jóhann Árni Ólafsson lék vel í fyrri hálfleik og skoraði 16 stig. Aaron Broussard var með 15 stig fyrir gula en Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR með 11 stig. Heimamenn héldu til búningsherbergja með 16 stiga forystu. KR-ingar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta og skoruðu fyrstu sjö stigin. Eftir að Brynjar Þór Björnsson setti niður þrist þá tóku heimamenn leikhlé. KR-ingar keyrðu upp hraðann og léku bæði betur í vörn og sókn. Staðan fyrir lokaleikhlutann, 74-67. KR-ingar þjörmuðu vel að Grindvíkingum í fjórða leikhluta og minnst fór munurinn í eitt stig þegar Brynjar Þór skoraði þrist og staðan 80-79 þegar skammt var eftir. Grindvíkingar spyrntu hins vegar við fótum. Broussard í liði Grindavíkur reyndist heimamönnum afar drjúgur og steig upp á ögurstundu. Svo fór að Grindvíkingar unnu nauman sigur, 95-87 og hafa þar með tekið forystuna í einvígi þessara liða. Aaron Broussard var maður leiksins en hann skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Hann steig ítrekað upp í þessum leik fyrir Grindvíkinga og settir niður stórar körfur þegar á reyndi. Jóhann Árni átti einnig mjög góðan leik og skoraði 28 stig. Hjá KR var Brynjar Þór Björnsson atkvæðamestur með 24 stig og Brandon Richardson kom þar á eftir með 21 stig. Grindavík-KR 95-87 (23-10, 27-24, 24-33, 21-20)Grindavík: Aaron Broussard 31/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 28/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Ryan Pettinella 6/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/10 fráköst, Samuel Zeglinski 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3.KR: Brynjar Þór Björnsson 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brandon Richardson 21/5 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Kristófer Acox 14/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/8 fráköst, Darshawn McClellan 8/6 fráköst, Martin Hermannsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 2.Viðureignir: 1-0Jóhann Árni: Virkilega ánægður með úrslitin „Ég er virkilega ánægður með úrslitin. KR er með hörkulið en við teljum okkur vera það líka og því mátti búast við spennandi leik," segir Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. Hann átti skínandi góðan leik í dag og skoraði 28 stig. „Ég er nokkuð sáttur með spilamennskuna hjá mér en miklu sáttari með sigurinn, það er það eina sem skiptir máli. Það man enginn hvernig þessi leikur fór í maí þegar menn lyfta Íslandsmeistaratitlinum. Leiðin að titlinum skiptir ekki öllu ef menn verða Íslandsmeistarar." Grindvíkingar voru mun betri í fyrri hálfleik en KR mætti af krafti inn í seinni hálfleik og þjarmaði að heimamönnum. „KR spilaði mun betur en við í þriðja leikhluta og forystan sem við náðum í fyrri hálfleik hvarf ansi hratt. Þannig er körfuboltinn oft, lið taka rispur. Við höfðum styrk í að klára þennan leik," segir Jóhann. „Það er virkilega gaman að leika fyrir fullu húsi. Það gefur þessari úrslitakeppni gildi. Maður á bágt með svefn þessa dagana á milli leikja." Brynjar Þór: Getum sjálfum okkur um kennt „Við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Við byrjuðum leikinn hrikalega illa en það er leikur eftir þennan leik og við eigum mikið inni fyrir næsta leik," sagði Brynjar Þór Björnsson. „Grindavík er alls ekki ósigrandi. Þeir urðu í fyrsta sæti í deildinni vegna þess að þeir voru góðir í allan vetur en við eigum alveg í fullu tré við þetta lið. Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en góðir í þeim seinni. Við hægðum aðeins á leiknum í seinni hálfleik og það virkaði vel en því miður þá var það ekki nóg." Þessi lið mætast að nýju í DHL-Höllinni næstkomandi fimmtudag. Brynjar segir ekkert annað en sigur koma þar til greina. „Ef við spilum vel í heilan leik þá eigum við góðan möguleika á sigri. Við ætlum okkur auðvitað sigur á heimavelli og sýna okkar stuðningsmönnum hvað í okkur býr." Bein textalýsing:Leik lokið | 95-87 | Grindavík vinnur fyrsta leik þessara liða og hefur tekið forystuna í einvíginu.38. min | 85-79 | Grindvík tekur fínan kafla og ná sex stiga forystu. Broussard hefur verið drjúgur fyrir heimamenn og sett niður mikilvæg stig.37. min | 80-79 | Brynjar Þór skorar þrist og stuðningsmenn KR taka vel við sér. Síðustu mínútur verða æsispennandi.37. min | 80-76 | Grindvíkingar taka leikhlé. Sóknarleikurinn hjá liðinu hefur ekki verið eins góður og framan af leik. Liðið er aðeins búið að skora sex stig í fjórða leikhluta.35. min | 77-74 | KR-ingar eru að vinna niður forystuna. Ná þeir að komast yfir?32. min | 76-69 | Það er mikil spenna hér í Röstinni. Grindvíkingar leiða með sjö stigum en KR-ingar hafa verið að brúa bilið á síðustu mínútum.Þriðja leikhluta lokið | 74-67| KR-ingar tóku vel við sér í þriðja leikhluta og söxuðu verulega á forystu Grindvíkinga. Spennandi lokaleikhluti framundan.28. min | 71-63| Það er að færast hiti í leikinn. Jóhann Árni og Helgi Magnússon eigast létt við þegar leikurinn er stopp.27. min | 66-57 | KR-ingar svara með góðum kafla.25. min | 66-52 | Grindvíkingar taka fína rispu og ná aftur góðri forystu. Jóhann og Þorleifur setja niður fína þrista og heimaenn á pöllunum taka vel við sér.24. min | 56-47| Það er kominn meiri hraði í leikinn. Það er kraftur í KR-ingum þessa stundina og meiri ákveðni.22. min | 50-41 | KR-ingar byrja þriðja leikhluta frábærlega og skora fyrstu sjö stigin. Grindavík tekur leikhlé.Hálfleikur | 50-34 |Jóhann Árni Ólafsson er stigahæstur á vellinum með 16 stig og Aaron Broussard hefur skorað 15. Hjá KR er Brynjar Þór með 10 stig og Kristófer Acox með 10 stig.Hálfleikur | 50-34 | Grindvíkingar með 16 stiga forystu í hálfleik. Algjörlega verðskuldað enda hafa KR-ingar ekki varist nógu vel. Varnarleikur heimamanna hefur verið góður og einnig sóknarleikurinn. KR-ingar þurfa að draga fram sín bestu spil í seinni hálfleik til að eiga möguleika.19. min | 48-32 | Grindvíkingar eru með góð tök á þessum leik. Það verður erfitt fyrir KR-inga að vinna niður þennan mun því Grindvíkingar eru að leika vel.16. min | 43-28 | Ryan Pettinella tók rosalegan sprett eftir lausum bolta og skakk Brynjar Þór hreinlega af. Nautgripasýning var kallað úr stúkunni og ekki af ástæðulausu enda er Pettinella engin smá smíði.14. min | 34-19 | KR-ingum gengur betur í sóknarleiknum í öðrum leikhluta. Grindvíkingar svara hins vegar alltaf þegar KR virðist vera að komast á skrið. Dæmdur er ásetningur á Brynjar Þór og Grindvíkingar fá tvö vítaskot og boltann að auki. KR-ingar taka leikhlé að nýju.12. min | 28-15 | Jóhann Árni skorar góða körfu og fær villu að auki. Jóhann er búinn að leika vel í kvöld. Hann er kominn með 12 stig.1. leikhluta lokið |23-10 | Grindvíkingar taka frábæran kafla og skora 14 stig í röð. Þeir Halda KR-ingum í 10 stigum í fyrsta leikhluta sem er verulega vel af sér vikið.7. min |17-10 | Grindvíkingar taka fína rispu sem endar með því að Jóhann Árni setur niður þrist fyrir heimamenn. KR-ingar taka leikhlé.5. min | Staðan er 11-10 | Leikurinn er jafn of spennandi fer ágætlega af stað. KR-ingum hefur tekist vel að leysa vörnina hjá Grindavík og sækja mikið inn í teig.3. min | Kristófer Acox skorar fjögur stig í röð fyrir KR. 5-41. min | Leikurinn er hafinn. Aaron Broussard skorar fyrst stig leiksins eftir aðeins þriggja seknúnda leik. Hann setur svo niður þrist skömmu síðar. 5-0.Fyrir leik | Búið að kynna liðin til leiks. Það er fín stemmning hér í Grindavík.Fyrir leik | Þessi lið mættust í frægu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn árið 2009 sem fór í fimm leiki. Þar hafði KR betur eftir gríðarlega spennandi einvígi sem réðst í lokasókn í fimmta leik.Fyrir leik | Það stefnir í að troðfullt verði í Röstinni í kvöld. Áhorfendapallar eru nú þegar orðnir þétt setnir þegar 15 mínútur eru í leik.Fyrir leik | Grindavík vann báða leiki þessara liða í deildinni í vetur. Fyrri leikurinn endaði með 80-87 útisigri Grindavík en liðin mættust svo í fyrir um mánuði síðan þar sem Grindavík hafði betur 100-87 í Röstinni.Fyrir leik | Leikið er í Röstinni í Grindavík. Grindvíkingar urðu deildarmeistarar og lögðu Skallagrím í 8-liða úrslitum. KR varð í 7. sæti deildarinnar og hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaeinvígið.Fyrir leik | Verið velkomin/n í beina textalýsing frá leik Grindavíkur og KR í fyrsta leik, undanúrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Grindvík er komið yfir í einvíginu við KR í undanúrslitum, Domino's deildar karla. Grindavík vann fyrsta leikinn í kvöld á heimavelli, 95-87 Grindvíkingar hófu leikinn betur. Þeir leiddu 23-10 eftir fyrsta leikhluta. Grindvíkingar skoruðu síðustu 14 stigin í fyrsta leikhluta og náðu um leið góðri forystu. KR-ingum hafði tekist að leysa varnarleikinn vel hjá Grindavík framan af fyrsta leikhluta en heimamenn settu í lás í vörninni og lítið fór niður hjá gestunum. 13 stiga forysta hjá Grindavík eftir fyrsta leikhluta. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingum gekk betur í sókninni en gekk illa að verjast fjölbreyttum sóknarleik Grindvíkinga. Staðan í hálfleik 50-34 og útlitið gott hjá heimamönnum. Jóhann Árni Ólafsson lék vel í fyrri hálfleik og skoraði 16 stig. Aaron Broussard var með 15 stig fyrir gula en Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR með 11 stig. Heimamenn héldu til búningsherbergja með 16 stiga forystu. KR-ingar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta og skoruðu fyrstu sjö stigin. Eftir að Brynjar Þór Björnsson setti niður þrist þá tóku heimamenn leikhlé. KR-ingar keyrðu upp hraðann og léku bæði betur í vörn og sókn. Staðan fyrir lokaleikhlutann, 74-67. KR-ingar þjörmuðu vel að Grindvíkingum í fjórða leikhluta og minnst fór munurinn í eitt stig þegar Brynjar Þór skoraði þrist og staðan 80-79 þegar skammt var eftir. Grindvíkingar spyrntu hins vegar við fótum. Broussard í liði Grindavíkur reyndist heimamönnum afar drjúgur og steig upp á ögurstundu. Svo fór að Grindvíkingar unnu nauman sigur, 95-87 og hafa þar með tekið forystuna í einvígi þessara liða. Aaron Broussard var maður leiksins en hann skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Hann steig ítrekað upp í þessum leik fyrir Grindvíkinga og settir niður stórar körfur þegar á reyndi. Jóhann Árni átti einnig mjög góðan leik og skoraði 28 stig. Hjá KR var Brynjar Þór Björnsson atkvæðamestur með 24 stig og Brandon Richardson kom þar á eftir með 21 stig. Grindavík-KR 95-87 (23-10, 27-24, 24-33, 21-20)Grindavík: Aaron Broussard 31/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 28/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Ryan Pettinella 6/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/10 fráköst, Samuel Zeglinski 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3.KR: Brynjar Þór Björnsson 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brandon Richardson 21/5 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Kristófer Acox 14/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/8 fráköst, Darshawn McClellan 8/6 fráköst, Martin Hermannsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 2.Viðureignir: 1-0Jóhann Árni: Virkilega ánægður með úrslitin „Ég er virkilega ánægður með úrslitin. KR er með hörkulið en við teljum okkur vera það líka og því mátti búast við spennandi leik," segir Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. Hann átti skínandi góðan leik í dag og skoraði 28 stig. „Ég er nokkuð sáttur með spilamennskuna hjá mér en miklu sáttari með sigurinn, það er það eina sem skiptir máli. Það man enginn hvernig þessi leikur fór í maí þegar menn lyfta Íslandsmeistaratitlinum. Leiðin að titlinum skiptir ekki öllu ef menn verða Íslandsmeistarar." Grindvíkingar voru mun betri í fyrri hálfleik en KR mætti af krafti inn í seinni hálfleik og þjarmaði að heimamönnum. „KR spilaði mun betur en við í þriðja leikhluta og forystan sem við náðum í fyrri hálfleik hvarf ansi hratt. Þannig er körfuboltinn oft, lið taka rispur. Við höfðum styrk í að klára þennan leik," segir Jóhann. „Það er virkilega gaman að leika fyrir fullu húsi. Það gefur þessari úrslitakeppni gildi. Maður á bágt með svefn þessa dagana á milli leikja." Brynjar Þór: Getum sjálfum okkur um kennt „Við getum sjálfum okkur um kennt hvernig fór. Við byrjuðum leikinn hrikalega illa en það er leikur eftir þennan leik og við eigum mikið inni fyrir næsta leik," sagði Brynjar Þór Björnsson. „Grindavík er alls ekki ósigrandi. Þeir urðu í fyrsta sæti í deildinni vegna þess að þeir voru góðir í allan vetur en við eigum alveg í fullu tré við þetta lið. Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en góðir í þeim seinni. Við hægðum aðeins á leiknum í seinni hálfleik og það virkaði vel en því miður þá var það ekki nóg." Þessi lið mætast að nýju í DHL-Höllinni næstkomandi fimmtudag. Brynjar segir ekkert annað en sigur koma þar til greina. „Ef við spilum vel í heilan leik þá eigum við góðan möguleika á sigri. Við ætlum okkur auðvitað sigur á heimavelli og sýna okkar stuðningsmönnum hvað í okkur býr." Bein textalýsing:Leik lokið | 95-87 | Grindavík vinnur fyrsta leik þessara liða og hefur tekið forystuna í einvíginu.38. min | 85-79 | Grindvík tekur fínan kafla og ná sex stiga forystu. Broussard hefur verið drjúgur fyrir heimamenn og sett niður mikilvæg stig.37. min | 80-79 | Brynjar Þór skorar þrist og stuðningsmenn KR taka vel við sér. Síðustu mínútur verða æsispennandi.37. min | 80-76 | Grindvíkingar taka leikhlé. Sóknarleikurinn hjá liðinu hefur ekki verið eins góður og framan af leik. Liðið er aðeins búið að skora sex stig í fjórða leikhluta.35. min | 77-74 | KR-ingar eru að vinna niður forystuna. Ná þeir að komast yfir?32. min | 76-69 | Það er mikil spenna hér í Röstinni. Grindvíkingar leiða með sjö stigum en KR-ingar hafa verið að brúa bilið á síðustu mínútum.Þriðja leikhluta lokið | 74-67| KR-ingar tóku vel við sér í þriðja leikhluta og söxuðu verulega á forystu Grindvíkinga. Spennandi lokaleikhluti framundan.28. min | 71-63| Það er að færast hiti í leikinn. Jóhann Árni og Helgi Magnússon eigast létt við þegar leikurinn er stopp.27. min | 66-57 | KR-ingar svara með góðum kafla.25. min | 66-52 | Grindvíkingar taka fína rispu og ná aftur góðri forystu. Jóhann og Þorleifur setja niður fína þrista og heimaenn á pöllunum taka vel við sér.24. min | 56-47| Það er kominn meiri hraði í leikinn. Það er kraftur í KR-ingum þessa stundina og meiri ákveðni.22. min | 50-41 | KR-ingar byrja þriðja leikhluta frábærlega og skora fyrstu sjö stigin. Grindavík tekur leikhlé.Hálfleikur | 50-34 |Jóhann Árni Ólafsson er stigahæstur á vellinum með 16 stig og Aaron Broussard hefur skorað 15. Hjá KR er Brynjar Þór með 10 stig og Kristófer Acox með 10 stig.Hálfleikur | 50-34 | Grindvíkingar með 16 stiga forystu í hálfleik. Algjörlega verðskuldað enda hafa KR-ingar ekki varist nógu vel. Varnarleikur heimamanna hefur verið góður og einnig sóknarleikurinn. KR-ingar þurfa að draga fram sín bestu spil í seinni hálfleik til að eiga möguleika.19. min | 48-32 | Grindvíkingar eru með góð tök á þessum leik. Það verður erfitt fyrir KR-inga að vinna niður þennan mun því Grindvíkingar eru að leika vel.16. min | 43-28 | Ryan Pettinella tók rosalegan sprett eftir lausum bolta og skakk Brynjar Þór hreinlega af. Nautgripasýning var kallað úr stúkunni og ekki af ástæðulausu enda er Pettinella engin smá smíði.14. min | 34-19 | KR-ingum gengur betur í sóknarleiknum í öðrum leikhluta. Grindvíkingar svara hins vegar alltaf þegar KR virðist vera að komast á skrið. Dæmdur er ásetningur á Brynjar Þór og Grindvíkingar fá tvö vítaskot og boltann að auki. KR-ingar taka leikhlé að nýju.12. min | 28-15 | Jóhann Árni skorar góða körfu og fær villu að auki. Jóhann er búinn að leika vel í kvöld. Hann er kominn með 12 stig.1. leikhluta lokið |23-10 | Grindvíkingar taka frábæran kafla og skora 14 stig í röð. Þeir Halda KR-ingum í 10 stigum í fyrsta leikhluta sem er verulega vel af sér vikið.7. min |17-10 | Grindvíkingar taka fína rispu sem endar með því að Jóhann Árni setur niður þrist fyrir heimamenn. KR-ingar taka leikhlé.5. min | Staðan er 11-10 | Leikurinn er jafn of spennandi fer ágætlega af stað. KR-ingum hefur tekist vel að leysa vörnina hjá Grindavík og sækja mikið inn í teig.3. min | Kristófer Acox skorar fjögur stig í röð fyrir KR. 5-41. min | Leikurinn er hafinn. Aaron Broussard skorar fyrst stig leiksins eftir aðeins þriggja seknúnda leik. Hann setur svo niður þrist skömmu síðar. 5-0.Fyrir leik | Búið að kynna liðin til leiks. Það er fín stemmning hér í Grindavík.Fyrir leik | Þessi lið mættust í frægu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn árið 2009 sem fór í fimm leiki. Þar hafði KR betur eftir gríðarlega spennandi einvígi sem réðst í lokasókn í fimmta leik.Fyrir leik | Það stefnir í að troðfullt verði í Röstinni í kvöld. Áhorfendapallar eru nú þegar orðnir þétt setnir þegar 15 mínútur eru í leik.Fyrir leik | Grindavík vann báða leiki þessara liða í deildinni í vetur. Fyrri leikurinn endaði með 80-87 útisigri Grindavík en liðin mættust svo í fyrir um mánuði síðan þar sem Grindavík hafði betur 100-87 í Röstinni.Fyrir leik | Leikið er í Röstinni í Grindavík. Grindvíkingar urðu deildarmeistarar og lögðu Skallagrím í 8-liða úrslitum. KR varð í 7. sæti deildarinnar og hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaeinvígið.Fyrir leik | Verið velkomin/n í beina textalýsing frá leik Grindavíkur og KR í fyrsta leik, undanúrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira