Marussia-liðið hefur gert stóran styrktarsamning við rússneska veðmálafyrirtækið Liga Stavok. Andy Webb, framkvæmdastjóri liðsins, vildi ekki gefa nánari upplýsingar um samninginn þegar hann yfirgaf hótelið í Moskvu en sagði hann auka fjárráð liðsins verulega.
„Allir vita að við erum með þynnsta veskið í Formúlu 1 og svo ég sé hreinskilinn þá er ég stolltur af því," sagði Webb. Marussia-liðið hefur barist við Caterham-liðið undanfarin ár um neðstu sætin í heimsmeistarakeppninni. Verandi ríkara liðið hefur Caterham staðið sig betur en Marussia undanfarin ár en í ár virðist vera breyting þar á.
„Það kostar okkur 1,25 milljónir punda á hverri viku að fá að taka þátt í Formúlu 1 og halda okkar striki. Ef þú vilt keppa við stærri lið þarftu miklu meira af peningum."
Webb er kokhraustur í kjölfar styrktarsamningsins og mælir með því að fólk veðji á Marussia í baráttunni við Caterham þetta árið. „Ég mundi einnig ráðleggja fólki að veðja á að Marussia vinni sitt fyrsta stig."
Vikan í F1 kostar minnst 230 milljónir króna
Birgir Þór Harðarson skrifar

Mest lesið




„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn

