Blaise Matuidi skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir PSG í kvöld á lokasekúndum leiksins gegn Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það mark setur meiri í seinni leik liðanna sem fram fer á Spáni. Lokatölur í kvöld 2-2.
Heimamenn byrjuðu leikinn betur en það voru gestirnir frá Barcelona sem brutu ísinn. Að sjálfsögðu var það Lionel Messi sem skoraði.
Hann fékk stórkostlega sendingu inn í teig frá Dani Alves sem Messi kláraði af stakri snilld. Hann var þar með búinn að skora 59 mörk í Meistaradeildinni. Aðeins Raul hefur skorað fleiri mörk eða 59.
Þetta var þess utan fyrsta mark Messi í París. Hann er þar með búinn að skora í 20 borgum í Meistaradeildinni. Raul skoraði "aðeins" í 19 borgum. Messi varð síðan að fara af velli vegna meiðsla í hálfleik og veikti það eðlilega lið Börsunga.
Það gekk ekkert sérstaklega hjá PSG að þjarma að Börsungum í seinni hálfleik. Liðið skoraði þó mark tíu mínútum fyrir leikslok.
Zlatan kom þá boltanum yfir línuna eftir að skalli félaga hans hafði farið í stöngina. Zlatan var reyndar kolrangstæður og markið hefði aldrei átt að standa.
Börsungar létu það ekki á sig fá og tóku aftur forystuna skömmu fyrir leikslok. Þá fékk liðið vítaspyrnu sem Xavi skoraði örugglega úr. Klaufalegt brot hjá Salvatore Sirigu, markverði PSG.
Zlatan lagði svo upp mark á lokasekúndunum fyrir Matuidi. Hann skallaði boltann út til hans. Skotið var ekkert sérstakt en Valdes markvörður var kominn úr jafnvægi og boltinn lak inn.
PSG jafnaði í blálokin

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
