Meiðsli Lionel Messi eru ekki jafn alvarleg og í fyrstu var óttast en hann var tekinn af velli í leik Barcelona og PSG í Meistaradeild Evrópu í gær.
Þetta var fyrri leikur liðanna í fjórðungsúrslitum en honum lauk með 2-2 jafntefli. Síðari leikurinn fer fram í næstu viku og er ekki útilokað að Messi nái honum.
Messi mun þó missa af leik Börsunga gegn Real Mallorca um helgina en það var staðfest af félaginu í dag. Það mun svo koma í ljós þegar nær dregur hvort hann nái síðari leiknum gegn PSG.
Messi fann fyrir óþægindum aftan í hægra læri í leiknum í gær og var því tekinn af velli.
Það er því ljóst að Messi mun ekki skora í 20. deildarleik Barcelona í röð en hann hefur skorað í síðustu nítján deildarleikjum liðsins. Það er vitanlega met.
Messi nær mögulega seinni leiknum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn

