Einar Jónsson, þjálfari Fram, var lagður inn á spítala í gær eftir að hafa fengið heilahimnubólgu.
Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Hann byrjaði að finna fyrir slappleika á fimmtudaginn og versnaði svo mikið í gær.
„Ég fékk að fara heim í morgun með þeim fyrirmælum að ég ætti að taka því rólega í einhverja daga. Það er svo sem ekkert hægt að segja til um batahorfur - það verður bara að koma í ljós hvað þetta tekur langan tíma," sagði Einar.
Fram varð í þriðja sæti N1-deildar karla og mætir FH í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Hann segist ekki vera búinn að gefa upp alla von um að vera á hliðarlínunni þá.
„Læknarnir voru sem ekki í skýjunum við þá tilhugsun en ég verð bara að fá að meta það sjálfur," sagði Einar.
Hann mun mögulega taka við kvennaliði Molde í sumar en liðið spilar í norsku C-deildinni. Þau mál skýrast líklega í dag.
Einar fékk heilahimnubólgu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
