Cink og Haas efstir fyrir spennandi lokahring í Houston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2013 11:15 Stewart Cink og Bill Haas. Mynd/AP Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69 Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira