Räikkönen segir sigurinn engu breyta Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2013 17:30 Kimi er rólegur fyrir kappaksturinn um helgina. Hann segist engu breyta eftir sigurinn síðustu helgi. Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu. Finnanum tókst að vinna mótið í Ástralíu eftir að hafa farið betur með dekkin en keppinautar sínir. Þannig tókst honum að stoppa aðeins tvisvar til þess að sækja sér ný dekk og hafði yfirhöndina á brautinni fyrir vikið. Lotus-liðið telur Sepang-brautina í Malasíu jafnvel henta keppnisbíl sínum betur en brautin í Melbourne. Einnig hefur bíllinn verið uppfærður, pústið hefur verið tekið í gegn og yfirbyggingin. Lotus telur sig því vera sigurstranlega í næstu keppni. Þegar blaðamaður Autosport spurði hann hvernig væri að vera sá sem allir þyrftu að skáka í Malasíu sagði Räikkönen sig ekki vera eiginlegt skotmark. „Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi þessa helgina heldur en við höfum gert síðastliðið ár." Ísmaðurinn segir það ekki breyta neinu hvort hann sé fremstur eða aftastur, keppnin fari alltaf fram og maður þurfi alltaf að klára. „Það skiptir því engu hvort við erum fremstir um þessa helgi eða einhverja aðra." „Við munum gera okkar besta og vonandi krækjum við í stig," sagði Kimi. Spurður um aðstæðurnar í Malasíu sagði hann: „Ég hef ekki gaman af hitanum og rakanum hér en brautin er fín. Við vitum samt hvernig þetta er hér í Malasíu og yfirleitt náum við góðum úrslitum." Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu. Finnanum tókst að vinna mótið í Ástralíu eftir að hafa farið betur með dekkin en keppinautar sínir. Þannig tókst honum að stoppa aðeins tvisvar til þess að sækja sér ný dekk og hafði yfirhöndina á brautinni fyrir vikið. Lotus-liðið telur Sepang-brautina í Malasíu jafnvel henta keppnisbíl sínum betur en brautin í Melbourne. Einnig hefur bíllinn verið uppfærður, pústið hefur verið tekið í gegn og yfirbyggingin. Lotus telur sig því vera sigurstranlega í næstu keppni. Þegar blaðamaður Autosport spurði hann hvernig væri að vera sá sem allir þyrftu að skáka í Malasíu sagði Räikkönen sig ekki vera eiginlegt skotmark. „Við ætlum ekki að gera neitt öðruvísi þessa helgina heldur en við höfum gert síðastliðið ár." Ísmaðurinn segir það ekki breyta neinu hvort hann sé fremstur eða aftastur, keppnin fari alltaf fram og maður þurfi alltaf að klára. „Það skiptir því engu hvort við erum fremstir um þessa helgi eða einhverja aðra." „Við munum gera okkar besta og vonandi krækjum við í stig," sagði Kimi. Spurður um aðstæðurnar í Malasíu sagði hann: „Ég hef ekki gaman af hitanum og rakanum hér en brautin er fín. Við vitum samt hvernig þetta er hér í Malasíu og yfirleitt náum við góðum úrslitum."
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira