Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Martin Hermannsson hafi sett nýtt met á fimmtudagskvöldið með því að vera yngsti leikmaðurinn sem nær að skora yfir 30 stig í einum í leik í úrslitakeppni karla í körfubolta.
Það var alveg hárrétt en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson bætti hinsvegar metið eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Martin átti því bara metið í einn sólarhring en það hefði verið í eigu Brynjars Þórs Björnssonar í sex ár þar á undan.
Elvar Már og Martin eru báðir fæddir árið 1994, Martin 16. september en Elvar 11. nóvember. Martin var 18 ára, 6 mánaða og 5 daga þegar hann braut 30 stiga múrinn á fimmtudagskvöld en Elvar Már var aðeins 18 ára, 4 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði 35 stig í Stykkishólmi í gærkvöldi.
Elvar Már skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum og var kominn með 30 stig fyrir lok þriðja leikhlutans. Honum tókst þó ekki að skora á síðustu tveimur og hálfri mínútu leiksins ekki frekar en öðrum leikmönnum Njarðvíkurliðsins og á meðan tryggði Snæfellingar sér 79-78 sigur.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim Elvari og Martin í næstu leikjum í úrslitakeppninni og áhugavert hvort að þeim takist að fylgja eftir þessu eftir. Hér fyrir neðan er síðan uppfærður listi frá því í Fréttablaðinu í morgun.
Yngstu leikmenn til þess að skora 30 stig í einum leik í úrslitakeppni:
1. sæti Elvar Már Friðriksson
18 ára, 4 mánaða og 11 daga
35 stig á móti Snæfelli 22. mars 2013
2. sæti Martin Hermannsson, KR
18 ára, 6 mánaða og 5 daga
33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 2013
3. sæti Brynjar Þór Björnsson
18 ára, 8 mánaða og 20 daga
31 stig á móti Snæfelli 31. mars 2007
4. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík
19 ára, 7 mánaða og 5 daga
36 stig á móti Tindastól 17. apríl 2001
5. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík
19 ára, 7 mánaða og 12 daga
36 stig á móti Tindastól 17. apríl 2001
6. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík
21 árs, 11 mánaða og 22 daga
37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994
Martin átti metið bara í sólarhring - Elvar nú sá yngsti
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
