Vettel fyrstur og Webber annar í sigri Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 24. mars 2013 09:58 Vettel vann í Malasíu eftir að hafa hundsað liðskipanir um að halda öðru sætinu á eftir liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti. Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Webber var langt frá því að vera ánægður með liðið sitt eftir mótið og barði í borð þegar hann svaraði Vettel á meðan þeir biðu þess að komast út á verðlaunapallinn. Webber fannst hann hafa frekar átt að vinna. Hann hefur jafnvel heyrt þegar Vettel bað liðið um að segja Webber að færa sig því hann væri ekki nógu fljótur. Það voru því ekki allt of brosmild andlit á verðlaunapallinum. Sérfræðingar Sky Sports og Autosport telja að Red Bull hafi beitt liðskipunum sem Vettel hefur hunsað. Í það minnsta sagði Webber "Multi 21" sem eru leyniskilaboð til bílstjóranna um að þeir eigi að halda sínum stöðum. Lewis Hamilton varð þriðji, rétt á undan liðsfélaga sínum, Nico Rosberg, sem vildi ólmur komast fram úr en var bannað það af Ross Brawn liðstjóra. Hamilton gat ekki sótt á Red Bull-mennina því hann þurfti að spara eldsneytið um borð. Fernando Alonso flaug út af brautinni þegar aðeins einn hringur var búinn af kappakstrinum. Hann eyðilagði framvænginn í þriðju beygju eftir ræsingu þegar hann ók örlítið aftan í bíl Vettels. Alonso lauk ekki mótinu eins og báðir Force India-bílarnir, Jenson Button á McLaren. Vettel er kominn í forystu í stigamótinu því Kimi Raikkönen átti í basli með bílinn og lauk mótinu í sjöunda sæti.
Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira