Briatore: Webber og Vettel verða að skilja Birgir Þór Harðarson skrifar 27. mars 2013 15:15 Flavio Briatore veit hvað hann singur. Hér er hann með eiginkonu sinni Elisabetta Gregoraci í brúðkaupi Petru Ecclestone, dóttur Bernie Ecclestone, í einhverjum kastala í Evrópu. Briatore var eitt sinn með Naomi Campbell. nordicphotos/afp Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001. Samningur Webbers við Red Bull rennur út í lok ársins en Sebastian Vettel á samning út árið 2014. Briatore var liðstjóri Benetton þegar Michael Schumacher vann sína fyrstu heimsmeistaratitla í Formúlu 1 árið 1994 og 1995 með liðinu. Hann var síðan bannaður frá Formúlu 1 árið 2009 eftir að hafa skipað Nelson Piquet, ökumanni Renault, að klessukeyra bílinn í Singapúr 2008 svo hinn liðsmaður Renault, Fernando Alonso, gæti unnið. Briatore segir ákvörðun Vettel í kappakstrinum um síðustu helgi hafa verið síðasta naglann í kistuna fyrir samstarf þeirra félaga. Sambandið hafi þegar verið orðið formlegt og stirt. „Það er ekkert samband lengur," sagði Briatore við RAI-útvarpið. „Nú segist Vettel vilja hjálpa Mark en mark vill enga hjálp. Hann hefði átt að vinna mótið og það er mögulegt að Vetel muni vinna öll mótin sem eftir eru." Briatore segir horfurnar ekki góðar. „Ég held að svona samband verði ekki lagfært. Þeir eru atvinnumenn og munu vinna mót og svoleiðis, en það er óhugsandi að Mark hjálpi Vettel í framtíðinni og ég efast um að Vettel muni hjálpa Mark." „Svo, nú eru tveir óvinir í einu liði sem gerir leikinn örugglega auðveldari fyrir Ferrari," sagði Briatore að lokum.Vettle býður sáttahönd sem Webber hefur hafnað. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001. Samningur Webbers við Red Bull rennur út í lok ársins en Sebastian Vettel á samning út árið 2014. Briatore var liðstjóri Benetton þegar Michael Schumacher vann sína fyrstu heimsmeistaratitla í Formúlu 1 árið 1994 og 1995 með liðinu. Hann var síðan bannaður frá Formúlu 1 árið 2009 eftir að hafa skipað Nelson Piquet, ökumanni Renault, að klessukeyra bílinn í Singapúr 2008 svo hinn liðsmaður Renault, Fernando Alonso, gæti unnið. Briatore segir ákvörðun Vettel í kappakstrinum um síðustu helgi hafa verið síðasta naglann í kistuna fyrir samstarf þeirra félaga. Sambandið hafi þegar verið orðið formlegt og stirt. „Það er ekkert samband lengur," sagði Briatore við RAI-útvarpið. „Nú segist Vettel vilja hjálpa Mark en mark vill enga hjálp. Hann hefði átt að vinna mótið og það er mögulegt að Vetel muni vinna öll mótin sem eftir eru." Briatore segir horfurnar ekki góðar. „Ég held að svona samband verði ekki lagfært. Þeir eru atvinnumenn og munu vinna mót og svoleiðis, en það er óhugsandi að Mark hjálpi Vettel í framtíðinni og ég efast um að Vettel muni hjálpa Mark." „Svo, nú eru tveir óvinir í einu liði sem gerir leikinn örugglega auðveldari fyrir Ferrari," sagði Briatore að lokum.Vettle býður sáttahönd sem Webber hefur hafnað.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira