Gunnar Andrésson tekur við Gróttuliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2013 11:15 Gunnar Andrésson stýrir hér Aftureldingu á móti Gróttu. Mynd/Vilhelm Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla. Gunnar Andrésson þjálfaði áður Aftureldingu í Mosfellsbæ og kom þeim upp í N1 deild karla fyrir tveimur árum og einnig þjálfaði hann í Sviss við góðan orðstír. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokk fyrr en að hann hætti óvænt með Mosfellsliðið í október 2011. „Við erum sérlega ánægð að hafa krækt í Gunnar sem næsta þjálfara meistaraflokks og erum viss um að með honum náum við að halda áfram þeirri vegferð sem lagt var af stað í fyrr með Ágústi. Gunnar hefur náð góðum árangri, bæði sem leikmaður og þjálfari og við erum sannfærð um að hann muni hjálpa okkur í þeirri uppbyggingu sem við vinnum að í handboltanum á Seltjarnarnesi" segir Davíð B. Gíslason, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, í umræddri fréttatilkynningu. „Ég er spenntur að taka við þessu starfi hjá Gróttu" segir Gunnar Andrésson. „Seltirningar hafa náð að skapa góða umgjörð í kringum handboltann og það er margt spennandi að gerast þar. Meistaraflokkurinn samanstendur að mestu af uppöldum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér auk þess sem margir ungir leikmenn eru að koma upp sem munu láta að sér kveða. Það er frábært tækifæri að fá að hafa áhrif á þessa þróun og freista þess að koma meistaraflokki í hóp þeirra bestu á komandi árum," sagði Gunnar í fréttatilkynningunni. Grótta tryggði sér á dögunum sæti í umspili um sæti í N1 deild karla og mun mæta Valsmönnum í þeirri keppni eftir páska. Fyrsti leikur liðanna er í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi. Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla. Gunnar Andrésson þjálfaði áður Aftureldingu í Mosfellsbæ og kom þeim upp í N1 deild karla fyrir tveimur árum og einnig þjálfaði hann í Sviss við góðan orðstír. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokk fyrr en að hann hætti óvænt með Mosfellsliðið í október 2011. „Við erum sérlega ánægð að hafa krækt í Gunnar sem næsta þjálfara meistaraflokks og erum viss um að með honum náum við að halda áfram þeirri vegferð sem lagt var af stað í fyrr með Ágústi. Gunnar hefur náð góðum árangri, bæði sem leikmaður og þjálfari og við erum sannfærð um að hann muni hjálpa okkur í þeirri uppbyggingu sem við vinnum að í handboltanum á Seltjarnarnesi" segir Davíð B. Gíslason, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, í umræddri fréttatilkynningu. „Ég er spenntur að taka við þessu starfi hjá Gróttu" segir Gunnar Andrésson. „Seltirningar hafa náð að skapa góða umgjörð í kringum handboltann og það er margt spennandi að gerast þar. Meistaraflokkurinn samanstendur að mestu af uppöldum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér auk þess sem margir ungir leikmenn eru að koma upp sem munu láta að sér kveða. Það er frábært tækifæri að fá að hafa áhrif á þessa þróun og freista þess að koma meistaraflokki í hóp þeirra bestu á komandi árum," sagði Gunnar í fréttatilkynningunni. Grótta tryggði sér á dögunum sæti í umspili um sæti í N1 deild karla og mun mæta Valsmönnum í þeirri keppni eftir páska. Fyrsti leikur liðanna er í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi.
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni