Eygló Ósk Gústafsdóttir, 18 ára sundkona úr Ægi, setti nýtt Íslandsmet og tryggði sér sigur í 100 metra baksundi á danska meistaramótinu í 50 metra laug sem fer nú fram í Bellahöj í Kaupmannahöfn.
Eygló Ósk synti 100 metra baksundið á 1:01,08 mínútu. Gamla metið átti Eygló Ósk sjálf eða síðan að hún synti á 1:01,74 mínútu á Ólympíuleikunum í London síðasta haust.
Eygló Ósk er orðin ein okkar allra fremsta sundkona þrátt fyrir ungan aldur og gaman að sjá hún er í frábæru formi þessa dagana og greinilega til alls líkleg í framhaldinu.
Eygló Ósk bætti Íslandsmetið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
