Carles Puyol verður frá næsta mánuðinn eftir að gömul hnémeiðsli tóku sig upp. Hann fór í aðgerð í gær.
Puyol verður allt að 45 daga að jafna sig sem þýðir að hann mun missa af leikjum Barcelona og PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Hann kom inn á sem varamaður í leik Barcelona gegn AC Milan á þriðjudagskvöldið en kvartaði undan meiðslunum eftir leikin. Puyol meiddist á sama hné í maí síðastliðnum og var þá frá í nokkurn tíma.
Puyol skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Barcelona.
