Raikkönen vann fyrsta mót ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 07:46 Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara. Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Sjö ökuþórar skiptust á um forystuna í mótinu en óvæntasti leiðtoginn var Adrian Sutil á Force India, sem snýr aftur í ár eftir að hafa verið settur til hliðar vegna réttarhalda yfir honum í þýskalandi. Þá kóm á óvart hversu lélegt keppnisform Red Bull-manna var en þeir ræstu fremstir en Vettel náði aðeins þriðja sæti og liðsfélagi hans, Mark Webber, varð sjötti. Dekkin virðast enn vera óskiljanleg liðunum sem gerðu mörg skissur í viðgerðarhléum þegar ökumenn voru sendir út á rangri dekkjagerð. Fernando Alonso varð annar í Ferrari-bílnum á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa. Ferrari-liðið lítur betur út nú í byrjun árs heldur en í fyrra. Alonso barðist til að mynda duglega við Vettel um miðbik keppninnar og hafði betur. Mercedes-bílarnir voru ekki eins fljótir og við var búist en Hamilton lenti í vandræðum með dekkjaslitið þegar líða tók á mótið. Nico Rosberg þurfti að hætta keppni vegna bilunar þegar hann var í þriðja sæti. Hamilton lauk mótinu í fimmta sæti. Sutil varð sjöundi í Force India á undan Paul di Resta, liðsfélaga sínum. Jenson Button á McLaren varð níundi og Romain Grosjean í síðasta stigasætinu. Næst verður keppt í Malasíu eftir viku. Þar verða allt aðrar aðstæður í boði en í Ástralíu, miklu heitara.
Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira