Boullier: Räikkönen í sínu besta formi Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2013 18:45 Räikkönen í góðum hópi á verðlaunapallinum í Ástralíu um helgina. nordicphotos/afp Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi. Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Sigur Räikkönen var hans annar í síðustu fjórum mótum en hann vann síðast í Abu Dhabi í fyrra. Það var hans fyrsti sigur síðan hann sneri aftur í Formúlu 1 fyrir réttu ári síðan. Eric Boullier hefur engar áhyggjur af því að heimsmeistari ársins 2007 sé í vígahug. „Kimi byggði á sjálfum sér í fyrra. Við sáum hann eiga öflugan seinni hluta tímabilsins og hann virðist byrja tímabilið á grunninum sem hann byggði í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann verði sterkur í ár," sagði Boullier við fjölmiðla í Ástralíu. „Ég held að það sé enginn á þessu jarðríki sem ætli að segja Kimi hvernig hann eigi að gera hlutina, svo ég ætla ekki að byrja. Við höfum skapað gott umhverfi fyrir hann. Í höfuðstöðvum liðsins reynum við að leyfa fólki að vera frjótt og það sjálft." Boullier segir að þetta umhverfi hafi gert það að verkum að liðið sé á góðum stað. „Þetta er miklu betra svona. Við takmörkum stjórnmálin sem fylgja Formúlu 1 og reynum að takmarka allt sem Kimi hatar."Kimi ekur úr viðgerðahléi í kappakstrinum um helgina. Dekkin spiluðu stóran þátt í keppninni og sú staðreynd að Lotus-bíllinn fór nógu vel með dekkin til þess að geta tekið aðeins tvö viðgerðahlé reyndist mikilvæg fyrir Kimi.
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira