Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að ákæra ítalska félagið Internazionale fyrir kynþáttafordóma stuðningsmanna liðsins í seinni leik Internazionale og Tottenham í Evrópudeildinni. Málið verður tekið fyrir 19. apríl næstkomandi.
Internazionale fékk einnig á sig kæru vegna ónægrar stjórnunnar sem og að stuðningsmenn liðsins voru að fikta með flugelda og blys í stúkunni.
Það mátti heyra apahljóð úr stúkunni á leik Tottenham og Internazionale á San Siro og þá sást einnig uppblásinn banani í stúkunni. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Internazionale en Tottenham komst áfram á fleiri mörkum á útivelli.
Internazionale hefur þegar verið sektað um 50 þúsund evrur af ítalska knattspyrnusambandsins í vetur vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna liðsins vegna fyrrum leikmanna liðsins, Mario Balotelli og Sulley Muntari.

