Tölvurisinn Microsoft skuldar danska skattinum 5,8 milljarða danskra króna eða um 125 milljarða króna. Um er að ræða stærstu skattaskuld í sögu Danmerkur. Forsaga málsins eru kaup Microsoft á bókhaldsforritinu Navision árið 2002 af tveimur Dönum sem hönnuð forritið fyrir tæpa 11 milljarða danskra kr. Síðan var nafni þess breytt í Microsoft Business Solutions og það selt til dótturfélags Microsoft á Írlandi en þar eru skattar mun lægri en í Danmörku.Danski skatturinn telur að forritið hafi verið selt langt undir markaðsvirði þess og krefst skatts af mismuninum á verðinu. Í dönskum fjölmiðlum segir að verið sé að semja um skuldina við höfuðstöðvar Microsoft í Bandaríkjunum.Í Politiken segir að skattur þessi sé kærkomin fyrir ríkisstjórn landsins. Fyrir þetta fé megi t.d. reisa nýtt hátæknisjúkrahús, nýju hraðbrautina milli Herning og Árósa eða árslaun 15.000 kennara í grunnskólum landsins.
Microsoft skuldar danska skattinum 125 milljarða

Mest lesið


Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent