Mourinho: Heimurinn stoppar til að horfa í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 11:45 Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, spáir því að allur heimurinn verði að horfa þegar Real Madrid mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Heimurinn stoppar til að horfa í kvöld. Ég held að væntingar til eins leiks geti ekki verið meiri en fyrir leikinn í kvöld," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi í gær. Hann hefur áður slegið Manchester United út úr Meistaradeildinni á Old Trafford en þá þjálfaði hann Porto. „Það veit enginn hvað gerist í þessum leik því liðin eru mjög jöfn. Sigrarnir á Barcelona skipta engu máli í þessum leik, annar var í bikarnum og hinn í deildinni sem við getum ekki unnið. Þetta er Meistaradeildin og þetta er allt öðruvísi keppni," sagði Mourinho en Real Madrid kemur inn í leikinn eftir tvo sigra á Barcelona á aðeins nokkrum dögum. „Auðvitað er samt betra að koma inn í þennan leik þegar leikmennirnir eru ánægðir eftir tvo sigra í röð á erkifjendunum. Þetta er góður tími fyrir okkur," sagði Mourinho. Síðast þegar liðin mættust í Meistaradeildinni undir svipuðu kringumstæðum í apríl 2003 er almennt talinn vera einn besti leikurinn í sögu keppninnar. Real Madrid komst þá áfram þrátt fyrir 3-4 tap í seinni leiknum á Old Trafford (6-5 samanlagt) en Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði þrennu í leiknum. „United er á frábæru skriði. Þeir eru komnir inn í átta liða úrslit bikarsins og eru að vinna úrvalsdeildina í mars. Það líða mánuðir á milli tapleikja hjá þeim en við erum líka á góðu skriði á árinu 2013," sagði Mourinho. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, spáir því að allur heimurinn verði að horfa þegar Real Madrid mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Heimurinn stoppar til að horfa í kvöld. Ég held að væntingar til eins leiks geti ekki verið meiri en fyrir leikinn í kvöld," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi í gær. Hann hefur áður slegið Manchester United út úr Meistaradeildinni á Old Trafford en þá þjálfaði hann Porto. „Það veit enginn hvað gerist í þessum leik því liðin eru mjög jöfn. Sigrarnir á Barcelona skipta engu máli í þessum leik, annar var í bikarnum og hinn í deildinni sem við getum ekki unnið. Þetta er Meistaradeildin og þetta er allt öðruvísi keppni," sagði Mourinho en Real Madrid kemur inn í leikinn eftir tvo sigra á Barcelona á aðeins nokkrum dögum. „Auðvitað er samt betra að koma inn í þennan leik þegar leikmennirnir eru ánægðir eftir tvo sigra í röð á erkifjendunum. Þetta er góður tími fyrir okkur," sagði Mourinho. Síðast þegar liðin mættust í Meistaradeildinni undir svipuðu kringumstæðum í apríl 2003 er almennt talinn vera einn besti leikurinn í sögu keppninnar. Real Madrid komst þá áfram þrátt fyrir 3-4 tap í seinni leiknum á Old Trafford (6-5 samanlagt) en Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði þrennu í leiknum. „United er á frábæru skriði. Þeir eru komnir inn í átta liða úrslit bikarsins og eru að vinna úrvalsdeildina í mars. Það líða mánuðir á milli tapleikja hjá þeim en við erum líka á góðu skriði á árinu 2013," sagði Mourinho.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira