Yngstu milljarðamæringar heims 5. mars 2013 14:10 MYND/GETTY Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira