Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2013 15:07 Mynd/Nordic Photos/Getty Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira
Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Sjá meira