"Hefði væntanlega enginn sagt neitt við gulu spjaldi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 22:31 „Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur." Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
„Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur."
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55
Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07