Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, verður ekki refsað af UEFA fyrir hegðun sína eftir tapleik United á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Enski miðvörðurinn var afar pirraður út í dómarann eftir leikinn.
Það sást vel í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum þegar Rio Ferdinand stillti sér upp fyrir framan tyrkneska dómarann og klappaði fyrir honum í augljósri kaldhæðni.
Tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir hafði rekið Nani útaf þegar Manchester United var í góðum málum með 1-0 forystu og Real Madrid liðið nýtt sér það og tryggði sér sigurinn og þar með sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Cuneyt Cakir gerði hinsvegar enga athugasemd við hegðun Ferdinand í dómaraskýrslu leiksins og því mun UEFA ekki gera neitt í málinu.
Það sást líka í sjónvarpinu þegar Rio Ferdinand þakkaði Cuneyt Cakir fyrir leikinn skömmu eftir að hafa klappað svo eftirminnilega fyrir honum.
Rio ekki refsað fyrir dómara-klappið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti
