Sony afhjúpar Playstation 4 Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 10:14 Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf
Raftækjarisinn Sony kynnti í gærkvöldi nýja kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, en fjórða útgáfa tölvunnar er væntanleg í árslok. Tölvan inniheldur hefðbundinn PC-örgjörva og er 8GB. Snertiskjár er framan á fjarstýringunni og svokallaður deilihnappur, en hann mun gera spilurum kleift að vista upptöku nokkrar mínútur aftur í tímann og deila því fljótt og auðveldlega á netinu. Þá munu spilarar geta byrjað að spila leiki áður en niðurhali á þeim lýkur, og einnig leyft vinum sínum að taka við stjórn leiksins í gegnum netið. Ekki verður hægt að spila leiki fyrir eldri Playstation-gerðir, en Sony vonast til þess að eldri leiki verði hægt að spila með tölvunni í gegnum Gaikai-streymiþjóninn. Þó ekki sé komin nákvæm dagsetning á apparatið, lofa Sony því fyrir jól. Spenntir spilarar geta þó yljað sér við kynningarmyndbandið hér að ofan sem Sony sendi frá sér í gærkvöldi.Snertiskjár er framan á stýripinna PS4.Mark Cerny, einn af hönnuðum vélarinnar.Mynd/AFPEric Hirschberg hjá Activision kynnti leikinn Destiny.Mynd/AFP
Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf