Slæm mistök varnarmannsins Jamie Carragher hjá Liverpool reyndust ansi dýr í kvöld þegar Liverpool féll úr leik í Evrópudeild UEFA þrátt fyrir 3-1 sigur.
Carragher gaf Hulk hrikalega ódýrt mark snemma leiks. Það þýddi að Liverpool þurfti að skora fjögur mörk til þess að komast áfram. Liðið átti frábæra endurkomu, Suarez skoraði tvisvar sinnum beint úr aukaspyrnu en það dugði ekki til.
Allt stefndi í framlengingu hjá Chelsea og Sparta Prag. Þá steig Belginn Eden Hazard upp. Hann skoraði rosalegt mark í uppbótartíma og tryggði Chelsea sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.
Úrslit:
Benfica-Bayer Leverkusen 2-1
1-0 Ola John (59.), 1-1 Andre Schurrle (74.), 2-1 Nemanja Matic (76.)
Benfica fer áfram, 3-1, samanlagt.
Bordeaux-Dynamo Kiev 1-0
1-0 Cheick Diabate (41.)
Bordeaux fer áfram, 2-1, samanlagt.
Chelsea-Sparta Prag 1-1
0-1 David Lafata (17.), 1-1 Eden Hazard (90.+2)
Chelsea fer áfram, 2-1, samanlagt.
Fenerbahce-BATE Borisov 1-0
1-0 Baroni Cristian, víti (45.+1)
Rautt spjald: Dmitri Baga, BATE (20.)
Fenerbahce fer áfram, 1-0, samanlagt.
Hannover-Anzhi 1-1
1-0 Sergio Pinto (70.), 1-1 Lacina Traore (90.+9)
Anzhi fer áfram, 2-4, samanlagt.
Liverpool-Zenit St. Petersburg 3-1
0-1 Hulk (18.), 1-1 Luis Suarez (28.), 2-1 Joe Allen (43.), 3-1 Luis Suarez (59.)
Zenit fer áfram, 3-3, samanlagt. Útivallarmarkið fleytir Zenit áfram.
Olympiakos-Levante 0-1
0-1 Obafemi Martins (8.)
Levante fer áfram, 0-4, samanlagt.
Steaua Búkarest-Ajax 2-0 (Steaua vann vítakeppni 4-2)
1-0 Iasmin Latovlevici (37.), 2-0 Vlad Chriches (75.)
Steaua Búkarest fer áfram.
Viktoria Plzen-Napoli 2-0
1-0 Jan Kovarik (49.), 2-0 Stanislav Tecl (74.)
Plzen fer áfram, 5-0, samanlagt.
Rubin Kazan-Atletico Madrid 0-1
0-1 Radamel Falcao (84.)
Rautt spjald: Cesar, Kazan (88.)
Kazan fer áfram, 2-1, samanlagt.
Cluj-Inter 0-3
0-1 Fredy Guarin (21.), 0-2 Fredy Guarin (45.+2), 0-3 Marco Benassi (87.)
Rautt spjald: Mario Camora, Cluj (80.)
Inter fer áfram, 0-5, samanlagt.
Dnipro-Basel 1-1
1-0 Yevhen Seleznyov, víti (76.), 1-1 Fabian Schar, vít (80.)
Rautt spjald: Nikola Kalinicic, Dnipro (62.), Fabian Frei, Basel (76.)
Basel fer áfram, 1-3, samanlagt.
Metalist-Newcastle 0-1
0-1 Shola Ameobi, víti (64.)
Newcastle fer áfram, 0-1, samanlagt.
Lazio-Mönchengladbach 2-0
1-0 Antonio Candreva (10.), 2-0 Alvaro Gonzalez (32.)
Lazio fer áfram, 5-3, samanlagt.
Lyon-Tottenham 1-1
1-0 Maxime Gonalons (17.), 1-1 Moussa Dembele (90.)
Tottenham fer áfram, 2-3, samanlagt.
Genk-Stuttgart 0-2
0-1 Arthur Boka (44.), 0-2 Christian Gentner (57.)
Stuttgart fer áfram, 1-3, samanlagt.
Þessi lið eru komin áfram í 16-liða úrslit:
Rubin Kazan
Inter
Basel
Newcastle
Lazio
Tottenham
Stuttgart
Viktoria Plzen
Levante
Zenit St. Petersburg
Fenerbahce
Chelsea
Anzhi
Bordeaux
Benfica
Steaua Búkarest / Ajax
Dýr mistök Carragher og Liverpool úr leik | Öll úrslit kvöldsins

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn


Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn
