Nýtt sýnishorn úr Ófeigur gengur aftur 21. febrúar 2013 17:15 Senn styttist í frumsýningu gamansömu draugamyndarinnar Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson. Framleiðendur myndarinnar sendu nú í vikunni frá sér nýtt sýnishorn úr henni. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið, hinn nýlátna Ófeig sem gengur aftur. Hann er faðir Önnu Sólar, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns, sem Gísli Örn Garðarsson leikur. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Með önnur hlutverk í myndinni fara Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Greinilegt er að tæknibrellur eru áberandi í myndinni og vel heppnaðar en það er Jörundur Rafn Arnarsson sem myndbrellumeistari myndarinnar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri, sem samdi einnig handritið. Ófeigur gengur aftur verður frumsýnd um páskana, eða 29. mars næstkomandi. Hægt er að sjá nýja sýnishornið í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Senn styttist í frumsýningu gamansömu draugamyndarinnar Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson. Framleiðendur myndarinnar sendu nú í vikunni frá sér nýtt sýnishorn úr henni. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið, hinn nýlátna Ófeig sem gengur aftur. Hann er faðir Önnu Sólar, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns, sem Gísli Örn Garðarsson leikur. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Með önnur hlutverk í myndinni fara Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Greinilegt er að tæknibrellur eru áberandi í myndinni og vel heppnaðar en það er Jörundur Rafn Arnarsson sem myndbrellumeistari myndarinnar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri, sem samdi einnig handritið. Ófeigur gengur aftur verður frumsýnd um páskana, eða 29. mars næstkomandi. Hægt er að sjá nýja sýnishornið í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira