Eins og köld vatnsgusa í andlitið 21. febrúar 2013 18:45 Tollvörður á fimmtugdaldri var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Samstarfsmenn mannsins eru í áfalli. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu. Tollgæslan fann rúmlega 20 kíló af amfetamíni í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík með aðstoð fíkniefnahunds þann 21. janúar. Það var síðan í gær sem tollvörður var handtekinn vegna málsins. Efnin voru send frá Danmörku, og hefur lögreglan hér rannsakað málið undanfarnar vikur í samstarfi við lögregluyfirvöld ytra sem og embætti tollstjórans í Reykjavík. Samstarfsmenn tollvarðarins eru beinlínis í áfalli vegna málsins og segja handtöku hans hafa verið eins og að fá kalda vatnsgusu í andlitið, eins og einn orðaði það. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur tollvörður er handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. Tollvörðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Alls hafa níu verið handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Átta þeirra hafa sætt varðhaldi, og að tollverðinum meðtöldum sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Rétt þykir að taka fram að grunsemdir lögreglu beinast aðeins að þeim tollverði sem nú sætir gæsluvarðhaldi en ekki að öðrum í starfsumhverfi hans svo sem hjá tolli eða póstinum. Ef tollvörðurinn verður fundinn sekur um brot í opinberu starfi og að hafa misnotað sér aðstöðu sína má hann eiga von á refsiþyngingu um allt að helming dóms vegna þess að hann er embættismaður hjá íslenska ríkinu. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tollvörður á fimmtugdaldri var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Samstarfsmenn mannsins eru í áfalli. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu. Tollgæslan fann rúmlega 20 kíló af amfetamíni í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík með aðstoð fíkniefnahunds þann 21. janúar. Það var síðan í gær sem tollvörður var handtekinn vegna málsins. Efnin voru send frá Danmörku, og hefur lögreglan hér rannsakað málið undanfarnar vikur í samstarfi við lögregluyfirvöld ytra sem og embætti tollstjórans í Reykjavík. Samstarfsmenn tollvarðarins eru beinlínis í áfalli vegna málsins og segja handtöku hans hafa verið eins og að fá kalda vatnsgusu í andlitið, eins og einn orðaði það. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur tollvörður er handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. Tollvörðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Alls hafa níu verið handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar. Átta þeirra hafa sætt varðhaldi, og að tollverðinum meðtöldum sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Rétt þykir að taka fram að grunsemdir lögreglu beinast aðeins að þeim tollverði sem nú sætir gæsluvarðhaldi en ekki að öðrum í starfsumhverfi hans svo sem hjá tolli eða póstinum. Ef tollvörðurinn verður fundinn sekur um brot í opinberu starfi og að hafa misnotað sér aðstöðu sína má hann eiga von á refsiþyngingu um allt að helming dóms vegna þess að hann er embættismaður hjá íslenska ríkinu.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tollvörður í gæsluvarðhald Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. 21. febrúar 2013 16:12