Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 25-23 Sigmar Sigfússon í Austurbergi skrifar 25. febrúar 2013 19:00 ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
ÍR-ingar unnu virkilega sætan sigur, 25-23 á móti Val í N1-deild karla í Austurberginu í kvöld. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn þar til á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun og liðin voru nokkuð jöfn til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn náðu Valsmenn undirtökunum og spiluðu virkilega öfluga vörn sem skilaði sér í góðri markvörslu hjá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Mest náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í stöðunni 9 – 13 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá skelltu ÍR-ingar í lás og söxuðu forskot Vals jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn 13 -13 þegar lítið var eftir, hálfleikurinn endaði 13-14 fyrir Valsmenn. Björgvin Hólmgeirsson var öflugur fyrir ÍR og skoraði sex mörk í hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Valur hélt forystunni og voru virkilega grimmir í vörninni. Greinilegt að allt er undir hjá piltunum frá Hlíðarenda. Heimamennirnir í ÍR gáfust ekki svo auðveldlega upp og síðastu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍR í þessum kafla og skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR. Björgvin Hólmgeirsson bætti þá við einu og staðan 23 – 22, ÍR-ingum í vil. Loka mínúturnar voru geysilega spennandi og Valur fékk tækifæri á að jafna leikinn en Kristófer Fannar, markmaður ÍR varði frá þeim og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, leikmaður ÍR skoraði loka mark leiksins og tryggði heimamönnum sigurinn 25 – 23. Valsmenn þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda og því afar slæmt fyrir þá að tapa þessu niður hérna í kvöld. ÍR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH í umferðinni á undan. Sigurjón: Reykjavíkurslagur af bestu gerð„Þetta er virkilega gómsætt, leikurinn er í 60 mínutur og þó svo að við höfum átt slæma kafla að þá komum við upp í restina og náðum að stilla strengina og vinna leikinn. Vorum ekki alveg samstilltir í upphafi leiksins og svo aftur í upphafi seinni hálfleiksins, en síðan fundum við taktinn" Sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson eftir leikinn. „Þetta er alvöru Reykjavíkurslagur af bestu gerð. Þetta er leikirnir fyrir fólkið og eru oftar en ekki mjög spennandi og skemmtilegir leikir. Valsmenn eru samt óheppnir hérna í kvöld sem og þegar þeir voru hérna síðast. Þessi leikur er samt ekki eins slæmur fyrir þá og sá síðasti þar sem við skoruðum ógeðslegt mark þarna í lokinn". „Markmiðið hefur verið skýrt í allan vetur, það er bara topp fjórir. Til þess að vinna að því þarftu að vinnast nánast alla leiki og líka að treysta á önnur úrslit. Það er það sem menn eru að hugsa um hérna í Austurberginu" Sagði Sigurjón að lokum. Orri Freyr: Eigum skilið að fá betri dómara„Mér finnst ósanngjarnt að við séum í neðsta sæti. Við virðumst tapa öllum leikjum niður á síðustu tíu mínútum leiksins og hin liðin eru farin að vita af því. Við spilum vel í fimmtíu mínútur en illa í tíu og það er bara ekki nógu gott, því miður“. Sagði Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals eftir leikinn. „Náðum mest fjórum mörkum í forskot og þá áttum við bara að keyra á þá og reyna halda þessu forskoti. En það er erfitt að halda forskoti, eins leiðinleg klisja og það er. Sérstaklega þegar við erum svona brothættir að þá verðum við bara að keyra, keyra og keyra á þá“. „Þetta er ekki búið til þess að halda sér í deildinni og fyrsta markmiðið er að komast upp í 7. sæti og svo næsta markmið er 6. sæti, við ráðum því miður ekki við meira úr því sem komið er“ „ Dómsgæslan var alveg miðlungs, þeir dæmdu illa á báða bóga í leiknum. Mér finnst við eiga það skilið að fá betri dómara á þessa leiki hjá okkur. Það er svo mikið undir að dómsgæslan verður að vera góð“. Sagði Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni