Rory og Tiger mættust á sunnudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2013 19:45 Rory McIlroy og Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Tveir bestu kylfingar heims samkvæmt opinbera heimslistanum, Norður-Írinn Rory McIlroy og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, fóru ekki langt í Heimsmeistaramótinu í holukeppni sem fram fór á dögunum í Arizona í Bandaríkjunum. Þeir höfðu því nægan frítíma á meðan holukeppnin kláraðist um helgina og ákváðu að nýta tækifærið til að fara í tveggja manna holukeppni á sunnudaginn. McIlroy og Woods mættust á golfvelli Medalist-klúbbsins í Hobe Sound í Flórída en Norður-Írinn segir frá þessu einvígi þeirra í viðtali við BBC. „Við ákváðum að spila okkar eigin úrslitaleik í holukeppni nema að holukeppnin okkar tók 36 holur. Við mættust nefnilega í tveimur leikjum. Hann vann mig fyrst en mér tókst að vinna seinni hringinn. Þetta endaði því með jafntefli," sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy er í fyrsta sæti heimslistans en Tiger Woods er í öðru sætinu. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tveir bestu kylfingar heims samkvæmt opinbera heimslistanum, Norður-Írinn Rory McIlroy og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, fóru ekki langt í Heimsmeistaramótinu í holukeppni sem fram fór á dögunum í Arizona í Bandaríkjunum. Þeir höfðu því nægan frítíma á meðan holukeppnin kláraðist um helgina og ákváðu að nýta tækifærið til að fara í tveggja manna holukeppni á sunnudaginn. McIlroy og Woods mættust á golfvelli Medalist-klúbbsins í Hobe Sound í Flórída en Norður-Írinn segir frá þessu einvígi þeirra í viðtali við BBC. „Við ákváðum að spila okkar eigin úrslitaleik í holukeppni nema að holukeppnin okkar tók 36 holur. Við mættust nefnilega í tveimur leikjum. Hann vann mig fyrst en mér tókst að vinna seinni hringinn. Þetta endaði því með jafntefli," sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy er í fyrsta sæti heimslistans en Tiger Woods er í öðru sætinu.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira