Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - HK 30-20 Benedikt Grétarsson á Ásvöllum skrifar 28. febrúar 2013 19:00 Haukar eru komnir aftur á sigurbraut í N1 deild karla í handbolta og fögnuðu í kvöld sínum þriðja sigri í röð þegar liðið vann tíu marka heimasigur á HK, 30-20. Haukar eru því áfram með sex stiga forskot á toppnum. Haukar voru 14-8 yfir í hálfleik en gerðu út um leikinn með því að vinna fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins 8-1 og komast í 22-9. Sigur Hauka var aldrei í hættu eftir það. Gylfi Gylfason og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varð 18 skot í markinu. Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk fyrir HK. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Dagskipun Arons Kristjánssonar, þjálfara Hauka, var greinilega að keyra hraðar sóknir við hvert tækifæri og hans menn hlýddu kallinu af staðfestu. Miðjublokkin í vörninni var gríðarlega aggressíf og gestirnir úr Digranesinu vissu vart í hvorn fótinn þeir ættu að stíga í sókninni. Haukar voru eldsnöggir að komast í þægilega forystu, 4-1, eftir aðeins fjórar mínútur og allt annað að sjá til liðsins en í síðasta leik í deildinni þegar liðið skoraði aðeins 16 mörk gegn Aftureldingu. Áberandi var hversu góð stemming ríkti í herbúðum Hafnfiðinga, menn fögnuðu hverju marki af ákefð og slenið sem hefur einkennt bikarmeistarana eftir áramót, var víðsfjarri. Heimamenn héldu tökum sínum út hálfleikinn, þrátt fyrir að HK næði að lauma inn einum og einum góðum kafla. Haukar komust í sex marka forystu, 12-6, þegar um 8 mínútur voru til hálfleiks en HK svaraði með tveimur mörkum. Héldu þá margir að íslandsmeistararnir væru að vakna en ótrúlega klaufaleg mistök þeirra í sókninni gáfu Haukum auðveld mörk og þegar flautað var til leikhlés, voru Haukar aftur komnir með sex marka forystu, 14-8. HK hefur áður snúið leikjum við í síðari hálfleik og áhorfendur bjuggust eflaust við sterkara liði gestanna þegar flautan gall eftir tesopann. Það var hins vegar öðru nær. HK mætti með hangandi haus og ákafir Haukamenn runnu á blóðlyktina. Haukar unnu fyrstu 10 mínútur hálfleiksins 8-1 og komust í þrettán marka forystu, 22-9. Það var hrein hörmung að sjá til íslandsmeistarana á þessum kafla en Haukar spiluðu eins og englar í vörn og sókn. Menn létu boltann ganga vel og komust hvað eftir annað í góð færi. HK var á meðan þessum kafla stóð, að reyna að hnoðast í gegnum miðja Haukavörnina með engum árangri. Leikurinn dó síðan hægt og rólega út, enda löngu ljóst hverjir myndu fara með sigur af hólmi. Haukar leyfðu mörgum leikmönnum að spreyta sig og sigruðu að lokum með 10 marka mun, 30-20. Aron: Virkilega góð frammistaðaAron Kristjánsson var pollrólegur í leiknum sjálfum og það var einnig pollrólegur Aron Kristjánsson semm talaði við blaðamann eftir leikinn. „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan leik. Við spilupum frábæran varnarleik og markvarslan var sömuleiðis frábær. Flotið á boltanum í sókninni var miklu betra en undanfarið og þó að við höfum klikkað á einhverjum skotum, þa´vorum við a.m.k. að koma okkur í góð færi." Haukaliðið er frægt fyrir varnarleik og hraðupphlaup en engu að síður virtust leikmenn HK aldrei hafa séð liðið spila áður. Kópavogspiltar skiluðu sér illa til baka í vörninni og Aron sagði sína menn hafa náð að loka með góðri taktík á allar helstu sóknaraðgerðir HK. Aron vildi lítið tjá sig um deildarmeistaratitilinn sem blasir nú við Haukum. „Ég er voða lítið að spá í því núna. Nú er langt frí og við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik á móti sjóðheitu liði Fram. Þetta lítur betur út hjá okkur og það er virkilega gott fyrir okkur að fá Nonna (Jón Þorbjörn Jóhannsson, innsk.blm) aftur. Hann styrkir okkur á báðum endum vallarins," sagði Aron yfirvegaður að lokum. Kristinn: Úrslitakeppnin er farin„Við vorum einfaldlega á eftir þeim í öllum aðgerðum, alveg sama hvert var litið. Frammistaða Arnórs í markinu var í raun það eina jákvæða í okkar leik. Við lítum bara mjög illa út í þessum leik," sagði hundsvekktur þjálfari HK, Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Menn standa og hrista hausinn yfir mistökum, í stað þess að koma sér aftur í vörnina. Við erum staðir í öllum þáttum leiksins og þetta er bara skólabókardæmi um það hvernig lið á ekki að mæta til leiks. ‚Ég verð, ásamt leikmönnum mínum, að setjast niður og skoða okkar mál vandlega fyrir næsta leik." Kristinn segir HK vera fyrst og fremst að hugsa um að halda sæti sínu í efstu deild. „Við ætluðum að koma hingað á Ásvelli og vinna Hauka en það gekk heldur betur ekki eftir. Úrslitakeppnin er bara draumur sem er farinn eins og staðan er í dag." Matthías: Allir brosandi í höllinni í kvöldVarnartröllið og mannvinurinn, Matthías Árni Ingimarsson, brosti í gegnum skeggið í leikslok. „Þetta var rosalega góður leikur af okkar hálfu. Við byrjum sterkt og byggjum svo bara á því. Við vitum alveg hvernig lið HK er og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnir í síðari hálfleik." Mikil gleði virtist vera í herbúðum Hauka í þessum leik. „Það er búið að vera að senda okkur pílur upp á síðkastið að það vanti alla gleði í okkar leik og við mættum bara rosa hressir. Það voru allir brosandi í Schenker-höllinni í kvöld, bæði leikmenn, þjálfarar og áhorfendur."Mynd/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Haukar eru komnir aftur á sigurbraut í N1 deild karla í handbolta og fögnuðu í kvöld sínum þriðja sigri í röð þegar liðið vann tíu marka heimasigur á HK, 30-20. Haukar eru því áfram með sex stiga forskot á toppnum. Haukar voru 14-8 yfir í hálfleik en gerðu út um leikinn með því að vinna fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins 8-1 og komast í 22-9. Sigur Hauka var aldrei í hættu eftir það. Gylfi Gylfason og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varð 18 skot í markinu. Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk fyrir HK. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Dagskipun Arons Kristjánssonar, þjálfara Hauka, var greinilega að keyra hraðar sóknir við hvert tækifæri og hans menn hlýddu kallinu af staðfestu. Miðjublokkin í vörninni var gríðarlega aggressíf og gestirnir úr Digranesinu vissu vart í hvorn fótinn þeir ættu að stíga í sókninni. Haukar voru eldsnöggir að komast í þægilega forystu, 4-1, eftir aðeins fjórar mínútur og allt annað að sjá til liðsins en í síðasta leik í deildinni þegar liðið skoraði aðeins 16 mörk gegn Aftureldingu. Áberandi var hversu góð stemming ríkti í herbúðum Hafnfiðinga, menn fögnuðu hverju marki af ákefð og slenið sem hefur einkennt bikarmeistarana eftir áramót, var víðsfjarri. Heimamenn héldu tökum sínum út hálfleikinn, þrátt fyrir að HK næði að lauma inn einum og einum góðum kafla. Haukar komust í sex marka forystu, 12-6, þegar um 8 mínútur voru til hálfleiks en HK svaraði með tveimur mörkum. Héldu þá margir að íslandsmeistararnir væru að vakna en ótrúlega klaufaleg mistök þeirra í sókninni gáfu Haukum auðveld mörk og þegar flautað var til leikhlés, voru Haukar aftur komnir með sex marka forystu, 14-8. HK hefur áður snúið leikjum við í síðari hálfleik og áhorfendur bjuggust eflaust við sterkara liði gestanna þegar flautan gall eftir tesopann. Það var hins vegar öðru nær. HK mætti með hangandi haus og ákafir Haukamenn runnu á blóðlyktina. Haukar unnu fyrstu 10 mínútur hálfleiksins 8-1 og komust í þrettán marka forystu, 22-9. Það var hrein hörmung að sjá til íslandsmeistarana á þessum kafla en Haukar spiluðu eins og englar í vörn og sókn. Menn létu boltann ganga vel og komust hvað eftir annað í góð færi. HK var á meðan þessum kafla stóð, að reyna að hnoðast í gegnum miðja Haukavörnina með engum árangri. Leikurinn dó síðan hægt og rólega út, enda löngu ljóst hverjir myndu fara með sigur af hólmi. Haukar leyfðu mörgum leikmönnum að spreyta sig og sigruðu að lokum með 10 marka mun, 30-20. Aron: Virkilega góð frammistaðaAron Kristjánsson var pollrólegur í leiknum sjálfum og það var einnig pollrólegur Aron Kristjánsson semm talaði við blaðamann eftir leikinn. „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan leik. Við spilupum frábæran varnarleik og markvarslan var sömuleiðis frábær. Flotið á boltanum í sókninni var miklu betra en undanfarið og þó að við höfum klikkað á einhverjum skotum, þa´vorum við a.m.k. að koma okkur í góð færi." Haukaliðið er frægt fyrir varnarleik og hraðupphlaup en engu að síður virtust leikmenn HK aldrei hafa séð liðið spila áður. Kópavogspiltar skiluðu sér illa til baka í vörninni og Aron sagði sína menn hafa náð að loka með góðri taktík á allar helstu sóknaraðgerðir HK. Aron vildi lítið tjá sig um deildarmeistaratitilinn sem blasir nú við Haukum. „Ég er voða lítið að spá í því núna. Nú er langt frí og við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik á móti sjóðheitu liði Fram. Þetta lítur betur út hjá okkur og það er virkilega gott fyrir okkur að fá Nonna (Jón Þorbjörn Jóhannsson, innsk.blm) aftur. Hann styrkir okkur á báðum endum vallarins," sagði Aron yfirvegaður að lokum. Kristinn: Úrslitakeppnin er farin„Við vorum einfaldlega á eftir þeim í öllum aðgerðum, alveg sama hvert var litið. Frammistaða Arnórs í markinu var í raun það eina jákvæða í okkar leik. Við lítum bara mjög illa út í þessum leik," sagði hundsvekktur þjálfari HK, Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Menn standa og hrista hausinn yfir mistökum, í stað þess að koma sér aftur í vörnina. Við erum staðir í öllum þáttum leiksins og þetta er bara skólabókardæmi um það hvernig lið á ekki að mæta til leiks. ‚Ég verð, ásamt leikmönnum mínum, að setjast niður og skoða okkar mál vandlega fyrir næsta leik." Kristinn segir HK vera fyrst og fremst að hugsa um að halda sæti sínu í efstu deild. „Við ætluðum að koma hingað á Ásvelli og vinna Hauka en það gekk heldur betur ekki eftir. Úrslitakeppnin er bara draumur sem er farinn eins og staðan er í dag." Matthías: Allir brosandi í höllinni í kvöldVarnartröllið og mannvinurinn, Matthías Árni Ingimarsson, brosti í gegnum skeggið í leikslok. „Þetta var rosalega góður leikur af okkar hálfu. Við byrjum sterkt og byggjum svo bara á því. Við vitum alveg hvernig lið HK er og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnir í síðari hálfleik." Mikil gleði virtist vera í herbúðum Hauka í þessum leik. „Það er búið að vera að senda okkur pílur upp á síðkastið að það vanti alla gleði í okkar leik og við mættum bara rosa hressir. Það voru allir brosandi í Schenker-höllinni í kvöld, bæði leikmenn, þjálfarar og áhorfendur."Mynd/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni