Gera súrrealíska handboltamynd 11. febrúar 2013 10:28 Vigfús Þormar Gunnarsson leikur í myndinni ásamt Þorsteini Bachman og fleirum. Fatahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi Vondi eins og hann er kallaður, og leikarinn og fyrrverandi handboltakappinn Vigfús Þormar Gunnarsson stefna á að frumsýna nýja stuttmynd næstu helgi. Myndin er raunar nokkuð athyglisverð fyrir þær sakir að hér nálgast listamennirnir óopinbera þjóðaríþrótta Íslendinga, handboltann, út frá súrrealískum forsendum. "Þetta er súrrealísk handboltamynd og fannst okkur sérstaklega spennandi hugmynd að blanda list og íþróttum saman því að á þeim tíma sem myndin var gerð voru íþróttafólk að skammast út í listamenn og öfugt, út af listamannalaunum versus styrkjum," segir Vigfús, sem sjálfur spilaði handbolta með Haukum á sínum yngri árum. Hér er um metnaðarfullt verkefni að ræða en myndin er lokaverkefni Vigfúsar úr Kvikmyndaskólanum þar sem hann lærði leiklist. Aðrir leikarar eru engir aukvisar. Með önnur hlutverk fara meðal annars Þorsteinn Bachman og Walter Geir Grímsson. Myndin er fjórða stuttmynd Munda en hann frumsýndi meðal annars myndina Rabbit hole árið 2010. Sú mynd var einnig súrrelísk og fjallaði um för ungrar stúlku sem þurfti að leysa ýmsar þrautir til að komast á þann leiðarenda sem hún óskaði sér. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni.HANDBOLTI trailer from Mundi Vondi on Vimeo. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fatahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi Vondi eins og hann er kallaður, og leikarinn og fyrrverandi handboltakappinn Vigfús Þormar Gunnarsson stefna á að frumsýna nýja stuttmynd næstu helgi. Myndin er raunar nokkuð athyglisverð fyrir þær sakir að hér nálgast listamennirnir óopinbera þjóðaríþrótta Íslendinga, handboltann, út frá súrrealískum forsendum. "Þetta er súrrealísk handboltamynd og fannst okkur sérstaklega spennandi hugmynd að blanda list og íþróttum saman því að á þeim tíma sem myndin var gerð voru íþróttafólk að skammast út í listamenn og öfugt, út af listamannalaunum versus styrkjum," segir Vigfús, sem sjálfur spilaði handbolta með Haukum á sínum yngri árum. Hér er um metnaðarfullt verkefni að ræða en myndin er lokaverkefni Vigfúsar úr Kvikmyndaskólanum þar sem hann lærði leiklist. Aðrir leikarar eru engir aukvisar. Með önnur hlutverk fara meðal annars Þorsteinn Bachman og Walter Geir Grímsson. Myndin er fjórða stuttmynd Munda en hann frumsýndi meðal annars myndina Rabbit hole árið 2010. Sú mynd var einnig súrrelísk og fjallaði um för ungrar stúlku sem þurfti að leysa ýmsar þrautir til að komast á þann leiðarenda sem hún óskaði sér. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni.HANDBOLTI trailer from Mundi Vondi on Vimeo.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira