Eldhress endurkoma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. febrúar 2013 18:34 Bíó. The Last Stand Leikstjórn: Kim Ji-woon Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Forest Whitaker, Johnny Knoxville, Luis Guzmán, Jaimie Alexander, Eduardo Noriega, Peter Stormare, Génesis Rodríguez Það eru liðin tíu ár síðan Arnold Schwarzenegger var síðast í stóru hlutverki í kvikmynd, en hann eyddi megninu af síðasta áratug í að safna spiki í ríkisstjórastól Kaliforníufylkis Bandaríkjanna. En kjörtímabilinu er lokið, og þessi gamli harðjaxl er mættur aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni The Last Stand. Segir hún frá lögreglustjóra í smábæ einum, rétt norðan við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þarf að taka á honum stóra sínum þegar lífshættulegur eiturlyfjabarón er væntanlegur í gegn um bæinn. Sá er á flótta undan lögreglu og freistar þess að komast yfir landamærin. Skerfarinn er ekki með marga lögreglumenn á sínum snærum, og þarf hann því að grípa til ýmissa óhefðbundinna ráða til þess að eiga roð í skúrkinn. Myndin er þrælskemmtileg, og sérstaklega vel sniðin að þörfum hinnar öldnu hasarhetju. Það er töggur í gamla þó skrokkurinn sé farinn að láta á sjá, og fimmaurabrandarar um elli Arnolds undirstrika það að hann gerir sér fulla grein fyrir því að hans bestu ár eru að baki. Leikhópurinn virðist skemmta sér vel, og það er kærkomið að sjá hinn frábæra Luis Guzmán í nokkuð stóru hlutverki, aldrei þessu vant. Það verður þó að segjast að Forest Whitaker er lítið sannfærandi sem FBI-hörkutól. The Last Stand mun seint teljast til lykilmynda Svakanaggsins, en er eldhress endurkomumynd og stendur undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Bílaeltingarleikirnir, handalögmálin og blóðugir byssubardagarnir standast ströngustu gæðakröfur hasarhundsins, og ljóst er að Arnold kann þetta ennþá.Niðurstaða: Schwarzenegger stenst endurtökuprófið með glæsibrag. Gagnrýni Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó. The Last Stand Leikstjórn: Kim Ji-woon Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Forest Whitaker, Johnny Knoxville, Luis Guzmán, Jaimie Alexander, Eduardo Noriega, Peter Stormare, Génesis Rodríguez Það eru liðin tíu ár síðan Arnold Schwarzenegger var síðast í stóru hlutverki í kvikmynd, en hann eyddi megninu af síðasta áratug í að safna spiki í ríkisstjórastól Kaliforníufylkis Bandaríkjanna. En kjörtímabilinu er lokið, og þessi gamli harðjaxl er mættur aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni The Last Stand. Segir hún frá lögreglustjóra í smábæ einum, rétt norðan við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þarf að taka á honum stóra sínum þegar lífshættulegur eiturlyfjabarón er væntanlegur í gegn um bæinn. Sá er á flótta undan lögreglu og freistar þess að komast yfir landamærin. Skerfarinn er ekki með marga lögreglumenn á sínum snærum, og þarf hann því að grípa til ýmissa óhefðbundinna ráða til þess að eiga roð í skúrkinn. Myndin er þrælskemmtileg, og sérstaklega vel sniðin að þörfum hinnar öldnu hasarhetju. Það er töggur í gamla þó skrokkurinn sé farinn að láta á sjá, og fimmaurabrandarar um elli Arnolds undirstrika það að hann gerir sér fulla grein fyrir því að hans bestu ár eru að baki. Leikhópurinn virðist skemmta sér vel, og það er kærkomið að sjá hinn frábæra Luis Guzmán í nokkuð stóru hlutverki, aldrei þessu vant. Það verður þó að segjast að Forest Whitaker er lítið sannfærandi sem FBI-hörkutól. The Last Stand mun seint teljast til lykilmynda Svakanaggsins, en er eldhress endurkomumynd og stendur undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Bílaeltingarleikirnir, handalögmálin og blóðugir byssubardagarnir standast ströngustu gæðakröfur hasarhundsins, og ljóst er að Arnold kann þetta ennþá.Niðurstaða: Schwarzenegger stenst endurtökuprófið með glæsibrag.
Gagnrýni Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira