Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Häkkinen vonar að Mercedes nái árangri í Formúlu 1 í sumar. nordicphotos/afp Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira