Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 24-20 Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 13. febrúar 2013 13:37 ÍR vann í kvöld Hauka, 24-20, í 8-liða úrslitum Símabikarsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Austurberginu í Breiðholtinu. ÍR-ingar léku frábærlega í kvöld og náðu mest 10 marka forystu um miðjan síðari hálfleik. Liðið er því komið áfram í Bikarhelgina þann 8. , 9. og 10. mars þegar báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 18 bolta fyrir heimamenn í leiknum. Leikurinn byrjaði heldur brösuglega fyrir bæði liðin og litu mörg grundvallarmistök dagsins ljós en ÍR leiddi leikinn 6-2 eftir 15 mínútna leik. Haukar voru einfaldlega ekki með til að byrja með. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, varð að taka leikhlé og kom allt annað Hafnafjarðarlið til leiks eftir ræðuna hjá landsliðþjálfaranum. Haukar minnkuðu strax muninn í 6-4 en það var í raun bara skammgóður vermir þar sem ÍR létu það ekkert á sig fá. Þegar fjórar mínútur voru eftir af hálfleiknum var staðan 13-6 og Haukar að leika einstaklega illa, en á sama tíma sýndu ÍR frábæran varnarleik sem gestirnir réðu ekkert við. ÍR-ingar voru betri á öllum sviðum handboltans í fyrri hálfleiknum og var staðan 14-7 fyrir heimamenn þegar menn gengu til búningsherbergja. ÍR hélt áfram að leika sinn handbolta í síðari hálfleiknum og náði fljótlega tíu marka forystu 18-8 og Haukar voru í raun hættir þá. Frábær barátta í liði heimamanna og mögnuð stemmning í liðinu sem og áhorfendum. Kristófer Fannar Guðmundsson í marki ÍR var frábær í leiknum enda var hann með gríðarlega flotta vörn fyrir framan sig. Jón Heiðar Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson stjórnuðu vörn heimamanna af einstakri snilld og Haukar réðu ekkert við Breiðhyltinga. Það fór svo að ÍR fór áfram í undanúrslit Símabikarsins eftir öruggan sigur 24-20 í Austurberginu. Björgvin: Vinnum þennan leik á vörn og markvörslu„Eftir drulluna í síðasta leik kom ekkert annað til greina að hysja upp um okkur buxurnar og koma ákveðnir til leiks í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Við héldum haus allan leikinn og héldum alltaf áfram. Það var klárt að Haukar máttu alls ekki komast aftur inn í leikinn." „Þessi leikur vinnst á vörn og markvörslu og Kristófer (Fannar Guðmundsson) var frábær þarna fyrir aftan okkur og varði virkilega vel." „Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu undir lokin, okkur vantaði bara eitt mark til að losa um stífluna og þá var sigurinn alveg gulltryggður." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron: Hef skynjað ákveðið kæruleysi í liðinu að undanförnu„Við spiluðum bara mjög illa hér í kvöld og vorum virkilega lélegir sóknarlega í 45 mínútur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. „Síðasta korterið vorum við farnir að gera það sem lagt var upp með og menn farnir að taka réttar ákvarðanir. Við gerum okkur seku um ótal byrjendamistök í leiknum í kvöld og ég veit hreinlega ekki hversu oft við skutum beint á markvörðinn." „Við þurfum heldur betur að skoða sóknarleik okkar frá grunni og leggjast vel yfir hann. Þetta var virkilega dapurt í kvöld." „Ég hafði ákveðnar áhyggjur af liðinu eftir þetta langa frí og ég skynjaði ákveðið kæruleysi í liðinu þar sem við vorum með átta stiga forystu á næsta lið í deildinni. Þetta verðum við að laga og vinna mikið í andlega þættinum næstu daga."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bjarki: Vorum mun hungraðri„Þetta er frábær tilfinning," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Við riðum ekki feitum hesti frá síðasta leik og vorum ákveðnir í því að bæta fyrir það. Liðið spilaði virkilega vel í kvöld og það var gaman að fylgjast með strákunum." „Við lögðum upp með það að þetta væri úrslitaleikur fyrir okkur og gefur liðinu ákveðna möguleika á því að fara alla leið í úrslitaleikinn." „Í kvöld vorum við hungraðri en Haukarnir og það sást langar leiðir. Áhorfendur voru frábærir í kvöld en þeir hafa verið það allt tímabilið." „Mér líst bara vel á þessa bikarhelgi í höllinni. Þetta hefur aldrei verið prófað hér á Íslandi og verður líklega hið besta skemmtun."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira
ÍR vann í kvöld Hauka, 24-20, í 8-liða úrslitum Símabikarsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Austurberginu í Breiðholtinu. ÍR-ingar léku frábærlega í kvöld og náðu mest 10 marka forystu um miðjan síðari hálfleik. Liðið er því komið áfram í Bikarhelgina þann 8. , 9. og 10. mars þegar báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 18 bolta fyrir heimamenn í leiknum. Leikurinn byrjaði heldur brösuglega fyrir bæði liðin og litu mörg grundvallarmistök dagsins ljós en ÍR leiddi leikinn 6-2 eftir 15 mínútna leik. Haukar voru einfaldlega ekki með til að byrja með. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, varð að taka leikhlé og kom allt annað Hafnafjarðarlið til leiks eftir ræðuna hjá landsliðþjálfaranum. Haukar minnkuðu strax muninn í 6-4 en það var í raun bara skammgóður vermir þar sem ÍR létu það ekkert á sig fá. Þegar fjórar mínútur voru eftir af hálfleiknum var staðan 13-6 og Haukar að leika einstaklega illa, en á sama tíma sýndu ÍR frábæran varnarleik sem gestirnir réðu ekkert við. ÍR-ingar voru betri á öllum sviðum handboltans í fyrri hálfleiknum og var staðan 14-7 fyrir heimamenn þegar menn gengu til búningsherbergja. ÍR hélt áfram að leika sinn handbolta í síðari hálfleiknum og náði fljótlega tíu marka forystu 18-8 og Haukar voru í raun hættir þá. Frábær barátta í liði heimamanna og mögnuð stemmning í liðinu sem og áhorfendum. Kristófer Fannar Guðmundsson í marki ÍR var frábær í leiknum enda var hann með gríðarlega flotta vörn fyrir framan sig. Jón Heiðar Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson stjórnuðu vörn heimamanna af einstakri snilld og Haukar réðu ekkert við Breiðhyltinga. Það fór svo að ÍR fór áfram í undanúrslit Símabikarsins eftir öruggan sigur 24-20 í Austurberginu. Björgvin: Vinnum þennan leik á vörn og markvörslu„Eftir drulluna í síðasta leik kom ekkert annað til greina að hysja upp um okkur buxurnar og koma ákveðnir til leiks í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Við héldum haus allan leikinn og héldum alltaf áfram. Það var klárt að Haukar máttu alls ekki komast aftur inn í leikinn." „Þessi leikur vinnst á vörn og markvörslu og Kristófer (Fannar Guðmundsson) var frábær þarna fyrir aftan okkur og varði virkilega vel." „Ég hafði aldrei áhyggjur af þessu undir lokin, okkur vantaði bara eitt mark til að losa um stífluna og þá var sigurinn alveg gulltryggður." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron: Hef skynjað ákveðið kæruleysi í liðinu að undanförnu„Við spiluðum bara mjög illa hér í kvöld og vorum virkilega lélegir sóknarlega í 45 mínútur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. „Síðasta korterið vorum við farnir að gera það sem lagt var upp með og menn farnir að taka réttar ákvarðanir. Við gerum okkur seku um ótal byrjendamistök í leiknum í kvöld og ég veit hreinlega ekki hversu oft við skutum beint á markvörðinn." „Við þurfum heldur betur að skoða sóknarleik okkar frá grunni og leggjast vel yfir hann. Þetta var virkilega dapurt í kvöld." „Ég hafði ákveðnar áhyggjur af liðinu eftir þetta langa frí og ég skynjaði ákveðið kæruleysi í liðinu þar sem við vorum með átta stiga forystu á næsta lið í deildinni. Þetta verðum við að laga og vinna mikið í andlega þættinum næstu daga."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bjarki: Vorum mun hungraðri„Þetta er frábær tilfinning," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Við riðum ekki feitum hesti frá síðasta leik og vorum ákveðnir í því að bæta fyrir það. Liðið spilaði virkilega vel í kvöld og það var gaman að fylgjast með strákunum." „Við lögðum upp með það að þetta væri úrslitaleikur fyrir okkur og gefur liðinu ákveðna möguleika á því að fara alla leið í úrslitaleikinn." „Í kvöld vorum við hungraðri en Haukarnir og það sást langar leiðir. Áhorfendur voru frábærir í kvöld en þeir hafa verið það allt tímabilið." „Mér líst bara vel á þessa bikarhelgi í höllinni. Þetta hefur aldrei verið prófað hér á Íslandi og verður líklega hið besta skemmtun."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira