Fimmta Die Hard-myndin rökkuð niður 14. febrúar 2013 21:53 Í myndinni ferðast McClane til Rússlands, þar sem bíða hans óþokkar og ribbaldar í tugatali. Gagnrýnendur keppast nú við að rakka niður kvikmyndina A Good Day to Die Hard, en hún er fimmta myndin í hinni langlífu Die Hard-seríu, þar sem Bruce Willis leikur ofurlögguna John McClane. Myndin er sem stendur aðeins með 12% á vefsíðunni Rotten Tomatoes, en þar er kvikmyndagagnrýni safnað saman víða af vefnum og úr dagblöðum. Telja 99 gagnrýnendur myndina „rotna" á meðan aðeins fjórtán segja hana „ferska". Er söguþráðurinn sagður einfeldningslegur og persóna Bruce Willis sögð hafa tekið breytingum til hins verra. Notendur kvikmyndagagnagrunnsins Imdb.com eru hins vegar gagnrýnendunum ósammála, og gefa myndinni 6.9 í einkunn, sem telst fín einkunn. Þá segir Bruce Willis sjálfur myndina, sem frumsýnd er um helgina, vera þá bestu í seríunni. Líklega verður það þó umsögn Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, um myndina sem mest mark verður takandi á, en ást hans á myndaflokknum er fyrir löngu orðin landsfræg.Björn Bjarnason er mikill aðdáandi seríunnar. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gagnrýnendur keppast nú við að rakka niður kvikmyndina A Good Day to Die Hard, en hún er fimmta myndin í hinni langlífu Die Hard-seríu, þar sem Bruce Willis leikur ofurlögguna John McClane. Myndin er sem stendur aðeins með 12% á vefsíðunni Rotten Tomatoes, en þar er kvikmyndagagnrýni safnað saman víða af vefnum og úr dagblöðum. Telja 99 gagnrýnendur myndina „rotna" á meðan aðeins fjórtán segja hana „ferska". Er söguþráðurinn sagður einfeldningslegur og persóna Bruce Willis sögð hafa tekið breytingum til hins verra. Notendur kvikmyndagagnagrunnsins Imdb.com eru hins vegar gagnrýnendunum ósammála, og gefa myndinni 6.9 í einkunn, sem telst fín einkunn. Þá segir Bruce Willis sjálfur myndina, sem frumsýnd er um helgina, vera þá bestu í seríunni. Líklega verður það þó umsögn Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, um myndina sem mest mark verður takandi á, en ást hans á myndaflokknum er fyrir löngu orðin landsfræg.Björn Bjarnason er mikill aðdáandi seríunnar.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira