Sergio Asenjo, markvörður Atletico Madrid, gerði sig sekan um hræðileg mistök í leik liðsins gegn Rubin Kazan í Evrópudeildinni í gær.
Undir lok leiksins, í stöðunni 0-1 fyrir Kazan, ákvað Asenjo að bregða sér í sóknina. Það hefði hann látið ógert því Kazan náði boltanum og skoraði í tómt markið.
Það sem gerir þessa ákvörðun svona glórulausa er sú staðreynd að liðin eiga eftir að mætast á ný í 32-liða úrslitum keppninnar.
Þökk sé Asenjo er róður spænska liðsins í seinni leiknum afar þungur.
Hægt er að sjá markið skemmtilega hér að ofan.
Fótbolti