Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 68-60 | Keflavík Bikarmeistari Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2013 00:01 Keflavík varð í dag Bikarmeistari í körfubolta kvenna þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Val, 68-60, í Laugardalshöllinni. Keflavík byrjaði leikinn mikið mun betur og leiddi með 21 stigi í hálfleik. Valskonur komu aftur á móti til baka og gerðu leikinn virkilega spennandi. Það fór greinilega of mikil orka í það að ná upp forskoti Keflvíkinga og því fór sem fór. Valur byrjaði leikinn örlítið betur og komust í 4-2, en þá tóku frábær kafli við hjá Keflavík og settu þær átta stig í röð niður og breyttu stöðunni í 10-4. Valur var í stökustu vandræðum að koma boltanum í körfuna af virkilega stuttu færi og klúðruðu þær oft á tíðum frábærum færum, stressið að segja til sín greinilega. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-8 fyrir Keflavík. Keflavík var mun betri aðilinn í öðrum leikhluta einnig og héldum áfram sínu striki. Sara Rún Hinriksdóttir kom virkilega sterk inn í liði Keflavíkur en hún var komin með 10 stig og fjögur fráköst eftir fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 38-17 og Valur þurfti svo sannarlega að koma einbeittari til leiks í síðari hálfleikinn. Valsstúlkur voru magnaðar í þriðja leikhlutanum og komu gríðarlega ákveðnar til leiks. Þær bættu varnarleikinn til munar og voru í raun frábærar. Staðan var 49-47 fyrir Keflavík eftir þrjá leikhluta og gríðarleg spenna kominn í leikinn. Keflavík byrjaði fjórða leikhlutann betur og komust í 53-49 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Þegar sléttur tvær mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 60-52 fyrir Keflavík og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, varð að taka leikhlé. Útlitið gott fyrir Suðurnesjarmær. Það var síðan Keflavík sem var sterkara liðið á endasprettinum og vann að lokum frábæran sigur 68-60. Hér að ofan má sjá þegar Keflavík lyfti bikarnum.Tölfræði: Keflavík-Valur 68-60 (19-8, 19-9, 11-30, 19-13)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/18 fráköst/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst, Jessica Ann Jenkins 9/10 fráköst/11 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Valur: Hallveig Jónsdóttir 13, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 7/4 fráköst, Jaleesa Butler 5/15 fráköst/6 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson Bryndís: Okkur langaði meira í þennan titil„Mér líður bara mjög vel, þetta er besta tilfinningin í þessari íþrótt," sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við vorum bara búnar að undirbúa okkur rosalega vel fyrir þennan leik og æfingar fyrir leikinn gengu virkilega vel, náðum að stilla okkur vel saman í vikunni." „Þær fóru að minnka muninn í síðari hálfleiknum og voru farnar að leysa varnarleik okkur betur. Þær fóru einnig að setja niður sín skot og þá gátum við lítið gert." „Við vorum bara með meira þol en Valur undir lokin og það spilaði einnig mikið inní að okkur langaði meira í þennan titil."Hægt er að sjá myndbandið með því að ýta hér. Ágúst: Fyrri hálfleikurinn fór með leikinn„Fyrri hálfleikurinn fór rosalega illa með okkur í dag," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag.´ „Við komum til baka í síðari hálfleiknum og spiluðum vel þá, sérstaklega í þriðja leikhlutanum. Það var rosalegur kraftur í liðinu." „Ég er bara rosalega svekktur með hvaða holu við komum okkur í fyrri hálfleiknum. Við náðum einhvernvegin aldrei að koma okkur almennilega útúr þessari byrjun." „Við skorum fyrstu fjögur stigin en síðan fara stelpurnar að misnota skot sín og þá kemur einhver taugatitringur yfir liðið sem verður okkur að falli í fyrri hálfleiknum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Sigurður Ingimundarson: Við héldum alltaf áfram „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í dag. „Valsstelpur komu virkilega sterkar til baka í síðari hálfleiknum og náðu að minnka muninn niður í tvö stig. Við létum það ekkert á okkur fá, héldum áfram og kláruðum verkefnið." „Við höfum oft lent í því að tapa niður svona forystu svo stelpurnar vissu það alveg, svona vill samt sem áður oft gerast." Sigurður Ingimundarson hefur farið sex sinnum með kvennalið í úrslitaleikinn og unnið fimm sinnum. „Þetta er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma í Höllina undir þessum kringumstæðum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Textalýsing frá leiknum má lesa hér að neðan:Leik lokið: Keflavík vinnur hér leikinn með 68 stigum gegn 60 stigum og eru því bikarmeistarar árið 2013.4. leikhluti: Núna er ein mínútu eftir og staðan 63-54. Þetta verður rosalega erfitt fyrir Val og í raun útilokað. Maður veit aldrei.4. leikhluti. Bryndís Guðmundsdóttir var að setja niður gríðarlega mikilvæga körfu fyrir Keflavík og breyta stöðunni í 58-52 þegar tvær og hálf mínúta er eftir af leiknum.4. leikhluti: Þegar fjórði leikhlutinn er hálfnaður er staðan 56-51 fyrir Keflavík og allt að verða vitlaust í Höllinni.3. leikhluti: Jæja staðan eftir þrjá leikhluta er 49-47 og spennan er orðin gríðarlega. Ég vill minna á það að staðan í hálfleik var 37-18.3. leikhluti: Jaleesa Butler að skora sína aðra körfu í leiknum og minnka muninn í 49-44. Hefur aðeins gert fimm stig í leiknum en Valur er svo sannarlega komið inn í leikinn á ný. Þvílík endurkoma.3. leikhluti: Þetta er að verða frábær bikarúrslitaleikur. Valsstelpur hafa náð að minnka muninn niður í níu stig, 46-37.3. leikhluti: Það er að færast smá spenna yfir leikinn en staðan er 42-29 og allt annað Valslið sem kemur til leiks hér í síðari hálfleik.3. leikhluti: Valsstúlkur virðast ákveðnar og hafa minnkað muninn í 40-24 en það mikið verk óunnið.2. leikhluti: Jæja þá er komin hálfleikur og ekki lítur þetta vel út fyrir þær rauðu en staðan er 38-17.2. leikhluti: Jaleesa Butler hefur aðeins gert tvö stig fyrir Val en liðin hefur reyndar bara skorað 9 stig í heildina. Staðan er 32-9. Það er verið að niðurlægja Valsstelpur eins og staðan er núna.2. leikhluti: Munurinn er orðin tuttugu stig 28-8 og þetta lítur vægast sagt illa út fyrir Val.2. leikhluti: Það tók Keflavík aðeins 30 sekúndur til að skora fimm stig og staðan því orðin 24-8. Hræðileg byrjun.1. leikhluti: Staðan eftir fyrsta leikhluta er 19-8 fyrir Keflavík en Valskonur byrjuðu leikinn betur en eftir það tók Keflavík við.1. leikhluti: Keflavíkurstúlkur halda áfram uppteknum hætti og eru komnar í 17-8 þegar lítið er eftir að fyrsta fjórðungi.1. leikhluti: Átta stig í röð hjá Keflavík og staðan allt í einu orðin 10-4.1. leikhluti: Valskonur byrja leikinn betur og eru komnar í 4-2 eftir tvær mínútur.1. leikhluti: Einhver bilun er á annarri körfunni og varð að gera hlé á leiknum. Vonandi fer hann fljótlega af stað á ný.1. leikhluti: Leikurinn er komin í gang.Fyrir leik: Jæja þá er verið að kynna liðin og allt kárt. Ágæt mæting í höllina en hún gæti verið betri.Fyrir leik: Þjálfarar liðanna hafa verið sigursælir í bikarúrslitaleikjum en Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, hefur tvívegis tekið þátt í leiknum og í bæði skiptin staðið uppi sem sigurvegari. Sigurður Ingimundarson hefur aftur á móti alls tíu sinnum komist í bikarúrslit sem þjálfari kvenna og karla liða og unnið titilinn sjö sinnum.Fyrir leik: Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Keflavíkur hefur þrívegis orðið bikarmeistari, tvisvar með Haukum og einu sinni áður með Keflavík. Gríðarleg reynsla sem fylgir henni í dag og verður hún án efa mikilvæg fyrir Keflavík.Fyrir leik: Jaleesa Butler, leikmaður Vals, hefur farið á kostum á tímabilinu en hún lék með Keflavík á síðustu leiktíð. Þetta er þriðja tímabilið hennar á Íslandi en hennar fyrsti bikarúrslitaleikur.Fyrir leik: Stelpurnar eru komnar á gólfið of farnar að hita upp. Það er greinilega mikil stemmning í báðum liðum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Keflavík varð í dag Bikarmeistari í körfubolta kvenna þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Val, 68-60, í Laugardalshöllinni. Keflavík byrjaði leikinn mikið mun betur og leiddi með 21 stigi í hálfleik. Valskonur komu aftur á móti til baka og gerðu leikinn virkilega spennandi. Það fór greinilega of mikil orka í það að ná upp forskoti Keflvíkinga og því fór sem fór. Valur byrjaði leikinn örlítið betur og komust í 4-2, en þá tóku frábær kafli við hjá Keflavík og settu þær átta stig í röð niður og breyttu stöðunni í 10-4. Valur var í stökustu vandræðum að koma boltanum í körfuna af virkilega stuttu færi og klúðruðu þær oft á tíðum frábærum færum, stressið að segja til sín greinilega. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-8 fyrir Keflavík. Keflavík var mun betri aðilinn í öðrum leikhluta einnig og héldum áfram sínu striki. Sara Rún Hinriksdóttir kom virkilega sterk inn í liði Keflavíkur en hún var komin með 10 stig og fjögur fráköst eftir fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 38-17 og Valur þurfti svo sannarlega að koma einbeittari til leiks í síðari hálfleikinn. Valsstúlkur voru magnaðar í þriðja leikhlutanum og komu gríðarlega ákveðnar til leiks. Þær bættu varnarleikinn til munar og voru í raun frábærar. Staðan var 49-47 fyrir Keflavík eftir þrjá leikhluta og gríðarleg spenna kominn í leikinn. Keflavík byrjaði fjórða leikhlutann betur og komust í 53-49 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Þegar sléttur tvær mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 60-52 fyrir Keflavík og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, varð að taka leikhlé. Útlitið gott fyrir Suðurnesjarmær. Það var síðan Keflavík sem var sterkara liðið á endasprettinum og vann að lokum frábæran sigur 68-60. Hér að ofan má sjá þegar Keflavík lyfti bikarnum.Tölfræði: Keflavík-Valur 68-60 (19-8, 19-9, 11-30, 19-13)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/18 fráköst/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst, Jessica Ann Jenkins 9/10 fráköst/11 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.Valur: Hallveig Jónsdóttir 13, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 7/4 fráköst, Jaleesa Butler 5/15 fráköst/6 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson Bryndís: Okkur langaði meira í þennan titil„Mér líður bara mjög vel, þetta er besta tilfinningin í þessari íþrótt," sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn. „Við vorum bara búnar að undirbúa okkur rosalega vel fyrir þennan leik og æfingar fyrir leikinn gengu virkilega vel, náðum að stilla okkur vel saman í vikunni." „Þær fóru að minnka muninn í síðari hálfleiknum og voru farnar að leysa varnarleik okkur betur. Þær fóru einnig að setja niður sín skot og þá gátum við lítið gert." „Við vorum bara með meira þol en Valur undir lokin og það spilaði einnig mikið inní að okkur langaði meira í þennan titil."Hægt er að sjá myndbandið með því að ýta hér. Ágúst: Fyrri hálfleikurinn fór með leikinn„Fyrri hálfleikurinn fór rosalega illa með okkur í dag," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag.´ „Við komum til baka í síðari hálfleiknum og spiluðum vel þá, sérstaklega í þriðja leikhlutanum. Það var rosalegur kraftur í liðinu." „Ég er bara rosalega svekktur með hvaða holu við komum okkur í fyrri hálfleiknum. Við náðum einhvernvegin aldrei að koma okkur almennilega útúr þessari byrjun." „Við skorum fyrstu fjögur stigin en síðan fara stelpurnar að misnota skot sín og þá kemur einhver taugatitringur yfir liðið sem verður okkur að falli í fyrri hálfleiknum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Sigurður Ingimundarson: Við héldum alltaf áfram „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í dag. „Valsstelpur komu virkilega sterkar til baka í síðari hálfleiknum og náðu að minnka muninn niður í tvö stig. Við létum það ekkert á okkur fá, héldum áfram og kláruðum verkefnið." „Við höfum oft lent í því að tapa niður svona forystu svo stelpurnar vissu það alveg, svona vill samt sem áður oft gerast." Sigurður Ingimundarson hefur farið sex sinnum með kvennalið í úrslitaleikinn og unnið fimm sinnum. „Þetta er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma í Höllina undir þessum kringumstæðum."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Textalýsing frá leiknum má lesa hér að neðan:Leik lokið: Keflavík vinnur hér leikinn með 68 stigum gegn 60 stigum og eru því bikarmeistarar árið 2013.4. leikhluti: Núna er ein mínútu eftir og staðan 63-54. Þetta verður rosalega erfitt fyrir Val og í raun útilokað. Maður veit aldrei.4. leikhluti. Bryndís Guðmundsdóttir var að setja niður gríðarlega mikilvæga körfu fyrir Keflavík og breyta stöðunni í 58-52 þegar tvær og hálf mínúta er eftir af leiknum.4. leikhluti: Þegar fjórði leikhlutinn er hálfnaður er staðan 56-51 fyrir Keflavík og allt að verða vitlaust í Höllinni.3. leikhluti: Jæja staðan eftir þrjá leikhluta er 49-47 og spennan er orðin gríðarlega. Ég vill minna á það að staðan í hálfleik var 37-18.3. leikhluti: Jaleesa Butler að skora sína aðra körfu í leiknum og minnka muninn í 49-44. Hefur aðeins gert fimm stig í leiknum en Valur er svo sannarlega komið inn í leikinn á ný. Þvílík endurkoma.3. leikhluti: Þetta er að verða frábær bikarúrslitaleikur. Valsstelpur hafa náð að minnka muninn niður í níu stig, 46-37.3. leikhluti: Það er að færast smá spenna yfir leikinn en staðan er 42-29 og allt annað Valslið sem kemur til leiks hér í síðari hálfleik.3. leikhluti: Valsstúlkur virðast ákveðnar og hafa minnkað muninn í 40-24 en það mikið verk óunnið.2. leikhluti: Jæja þá er komin hálfleikur og ekki lítur þetta vel út fyrir þær rauðu en staðan er 38-17.2. leikhluti: Jaleesa Butler hefur aðeins gert tvö stig fyrir Val en liðin hefur reyndar bara skorað 9 stig í heildina. Staðan er 32-9. Það er verið að niðurlægja Valsstelpur eins og staðan er núna.2. leikhluti: Munurinn er orðin tuttugu stig 28-8 og þetta lítur vægast sagt illa út fyrir Val.2. leikhluti: Það tók Keflavík aðeins 30 sekúndur til að skora fimm stig og staðan því orðin 24-8. Hræðileg byrjun.1. leikhluti: Staðan eftir fyrsta leikhluta er 19-8 fyrir Keflavík en Valskonur byrjuðu leikinn betur en eftir það tók Keflavík við.1. leikhluti: Keflavíkurstúlkur halda áfram uppteknum hætti og eru komnar í 17-8 þegar lítið er eftir að fyrsta fjórðungi.1. leikhluti: Átta stig í röð hjá Keflavík og staðan allt í einu orðin 10-4.1. leikhluti: Valskonur byrja leikinn betur og eru komnar í 4-2 eftir tvær mínútur.1. leikhluti: Einhver bilun er á annarri körfunni og varð að gera hlé á leiknum. Vonandi fer hann fljótlega af stað á ný.1. leikhluti: Leikurinn er komin í gang.Fyrir leik: Jæja þá er verið að kynna liðin og allt kárt. Ágæt mæting í höllina en hún gæti verið betri.Fyrir leik: Þjálfarar liðanna hafa verið sigursælir í bikarúrslitaleikjum en Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, hefur tvívegis tekið þátt í leiknum og í bæði skiptin staðið uppi sem sigurvegari. Sigurður Ingimundarson hefur aftur á móti alls tíu sinnum komist í bikarúrslit sem þjálfari kvenna og karla liða og unnið titilinn sjö sinnum.Fyrir leik: Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Keflavíkur hefur þrívegis orðið bikarmeistari, tvisvar með Haukum og einu sinni áður með Keflavík. Gríðarleg reynsla sem fylgir henni í dag og verður hún án efa mikilvæg fyrir Keflavík.Fyrir leik: Jaleesa Butler, leikmaður Vals, hefur farið á kostum á tímabilinu en hún lék með Keflavík á síðustu leiktíð. Þetta er þriðja tímabilið hennar á Íslandi en hennar fyrsti bikarúrslitaleikur.Fyrir leik: Stelpurnar eru komnar á gólfið of farnar að hita upp. Það er greinilega mikil stemmning í báðum liðum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira