"Ég bjóst ekki við þessu. Ég vil byrja á að þakka akademíunni fyrir þennan brjálaða heiður.." sagði María Birta Bjarnadóttir þegar hún var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir leikinn í myndinni Svartur á leik á Eddunni sem fram fór við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu um helgina.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Maríu Birtu taka við verðlaununum.
Einnig voru tilnefndar leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Pressa 3 og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Djúpið.
