Danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með hlutverk Hannibal Lecter í nýrri sjónvarpsþáttaröð um þessa „ástsælu" mannætu.
Að sögn kvikmyndavefsins Svarthöfða er það sjónvarpsstöðin NBC sem framleiðir þættina og fjalla þeir um Hannibal á yngri árum
Fyrsta sýnishornið var sett í loftið á dögunum, en á móti Mikkelsen leika þau Laurence Fishburne og Gillian Anderson í þáttunum.
Lecter er hugarfóstur rithöfundarins Thomas Harris, og hefur komið fram í fimm kvikmyndum, en sú þekktasta er Silence of the Lambs sem kom út árið 1991. Anthony Hopkins fór þar með hlutverk Lecter og fékk Óskarsverðlaun fyrir ómakið.
