Jón Arnar Ingvarsson er hættur sem þjálfari liðs ÍR í Domino's-deild karla. Liðið situr á botni deildarinnar eftir fjórtán umferðir.
Þetta kom fram á karfan.is. ÍR-ingar höfðu miklar væntingar til tímabilsins en liðinu hefur þó ekki gengið sem skyldi.
Liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli á fimmtudagskvöldið og var það sjött tapleikur ÍR í deildinni í röð.
Hann tók við liðinu í apríl á síðasta ári en hafði einnig þjálfað liðið frá 2006 til 2009.
Steinar Arason mun stýra liðinu þar til að nýr þjálfari verður ráðinn.
Jón Arnar hættur með ÍR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

