Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 26-22 | Fram upp í 3. sætið Elvar Geir Magnússon skrifar 4. febrúar 2013 14:20 Mynd/Stefán Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki." Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki."
Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira