PlayStation 4 kynnt til leiks eftir 16 daga? 4. febrúar 2013 14:31 Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði. Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar. Sony hafa boðið blaðamönnum á „viðburð" þar sem rætt verður um „framtíð PlayStation" eins og það er orðað. Ekki hefur verið staðfest af fyrirtækinu að PlayStation 4 verði kynnt til leiks, en sérfræðingar á þessu sviði segja það nánast öruggt. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu að mati blaðamanna, er að samkeppnisaðilinn, Microsoft, muni kynna nýja Xbox tölvu á E3-ráðstefnunni í Los Angeles í júní á þessu ári. Þá hafi Nintendo einnig kynnt Wii U í haust. Á þeim síðum sem fjallað er um málið, eru allir blaðamenn öruggir á því að PlayStation 4 verði kynnt til leiks. Ýmsar getgátur eru uppi með nýju tölvuna, til að mynda eru nokkrir sem halda því fram að mögulegt verði að spila leiki í 240 römmum á sekúndu. Ef það er rétt, þá er það gífurleg þróun frá síðustu kynslóð, því PlayStation 3 og Xbox 360 sýna 30 til 60 ramma á sekúndu. Þó tölvan verði kynnt til leiks í febrúar er líklegt að hún verði ekki fáanleg fyrr en í haust, eða á næsta ári. PlayStation 3 tölvan kom út árið 2005 og PlayStation 2 tölvan árið 2000.Hér að ofan má sjá „kynningarmyndbandið" sem Sony gaf út varðandi blaðamannafundinn síðar í þessum mánuði.
Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira