Caterham og Marussia frumsýndu keppnisbílana Birgir Þór Harðarson skrifar 5. febrúar 2013 19:30 Charles Pic og Giedo van der Garde afhjúpuðu Caterham-bílinn á brautinni í Jerez í dag. nordicphotos/afp Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Ökumenn Caterham-liðsins í Formúlu 1 í sumar verða þeir Charles Pic og Giedo van der Garde. Pic ók fyrir Marussia í fyrra en van der Garde mun þreyta frumraun sína í mótaröðinni þegar ljósin slökkna í Ástralíu eftir rúman mánuð. Hann var reynsluökuþór Caterham í fyrra. Van der Garde ók Caterham-bílnum á æfingunum í dag og varð næst síðastur á undan Marussia-bíl Max Chilton. Hjá Marussia er enn eitt keppnissæti laust fyrir vertíðina sem senn fer í hönd. Max Chilton mun aka öðrum keppnisbílnum á tímabilinu. Hann ók á æfingunum í dag fyrir Marussia og var langsíðastur, 5 sekúndum á eftir Jenson Button á McLaren og rúmum tvemur sekúndum hægari en van der Garde. Marussia-liðið virðist því hefja undirbúninginn á hælunum og þurfa að skoða sín mál grandlega í kvöld og í nótt áður en æfingarnar halda áfram á morgun.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira