Poleksic neitar að hafa svindlað á Anfield 6. febrúar 2013 09:36 Vukasin Poleksic. Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira