Stelpurnar í Girls mæta í kvöld 6. febrúar 2013 14:15 Önnur þáttaröð af frumlegu gamanþáttaröðinni Girls hefst á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni fyrir skemmstu. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 skömmu eftir frumsýningu í Bandaríkjunum en þar hófst þáttaröðin í sýningu nú í janúar. Fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti HBO-sjónvarpsstöðin að vinsældirnar væru slíkar að ákveðið hefði verið að framleiða einnig þriðju þáttaröð fyrir næsta vetur. Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina. "Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Mannhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls. Girls er á dagskrá Stöðvar tvö á miðvikudagskvöld klukkan 22:25. Golden Globes Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Önnur þáttaröð af frumlegu gamanþáttaröðinni Girls hefst á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni fyrir skemmstu. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 skömmu eftir frumsýningu í Bandaríkjunum en þar hófst þáttaröðin í sýningu nú í janúar. Fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti HBO-sjónvarpsstöðin að vinsældirnar væru slíkar að ákveðið hefði verið að framleiða einnig þriðju þáttaröð fyrir næsta vetur. Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina. "Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Mannhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls. Girls er á dagskrá Stöðvar tvö á miðvikudagskvöld klukkan 22:25.
Golden Globes Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira