Ellefu íþróttamenn sem hættu á toppnum 6. febrúar 2013 17:45 NFL-leikmaðurinn Ray Lewis fékk fullkominn enda á frábæran feril er hann vann Super Bowl með Baltimore Ravens um helgina. Sautján ára ferill endaði eins og í góðu ævintýri. Fleiri frábærir íþróttamenn hafa náð því að hætta á toppnum og skráð sig í sögubækurnar. Vísir skoðar þessa íþróttamenn hér fyrir neðan. 1. Björn Borg.Björn Borg. Sænski sykurpúðinn var sleipur með tennisspaðann áður en hann fór að hanna og framleiða nærbuxur. Hann hætti árið 1983 en þá var hann aðeins 26 ára gamall og búinn að vinna Wimbledon-mótið fimm sinnum. 2. Tony Adams. Tony Adams. Átti skrautlegan feril þar sem baráttan við bakkus tók sinn toll. Sat meðal annars inni í 57 daga eftir að hafa klesst á drukkinn undir stýri. Náði deildar- og bikartvennunni í tvígang með Arsenal. Hætti eftir seinni tvennuna. 3. John Elway. John Elway. Einn besti leikstjórnandi í sögu NFL og lék með Denver Broncos. Spilaði 14 tímabil í röð án þess að vinna Super Bowl. Hann tapaði þrisvar í úrslitum. Hann gafst ekki upp og lauk ferlinum með því að vinna Super Bowl 1997 og 1998. Hann var valinn besti leikmaðurinn í sínum síðasta leik. 4. Bobby Fischer. Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann var aðeins 32 ára þegar hann fór að rífast við stjórnvöld og hætti að tefla. 5. Michael Johnson. Michael Johnson. Hlauparinn með fáranlega hlaupastílinn. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 og 400 metra hlaup á sömu Ólympíuleikunum. Það var árið 1996. Hljóp 400 metrana á 43.18 sekúndum árið 1999 og það heimsmet stendur enn. Hætti eftir að hafa varið ÓL-titil sinn í 400 metra hlaupi á ÓL í Sydney árið 2000. 6. Rocky Marciano. Rocky Marciano. Hvíta hetjan í hnefaleikunum. Hann var 32 ára er hann hætti. Þá hafði hann unnið alla 49 bardaga sína á ferlinum og hafði haldið heimsmeistaratigninni í fjögur ár samfleytt. 7. Michael Phelps. Michael Phelps. Hætti að synda eftir ÓL í London. Þar vann hann 4 gull og 2 silfur. Hann vann samtals 18 ÓL-gull og 22 ÓL-verðlaun í heildina. Met sem hugsanlega verður aldrei slegið. 8. Alain Prost. Alain Prost. Hætti í Formúlu 1 eftir að hafa unnið sinn fjórða heimsmeistaratitil árið 1993. Þá var hann 38 ára. Hann tók sér frí árið 1992, kom til baka og vann titilinn á ný. Eftir það var hann orðinn saddur. 9. Annika Sörenstam. Annika Sörenstam. Sænski kylfingurinn var á toppi heimslistans er hún hætti árið 2008. Hún vann 10 risatitla og 90 mót í heildina. Vann fjögur mót á síðasta ári sínu sem atvinnukylfingur. 10. Pete Sampras Pete Sampras. Tenniskappinn var mest 286 vikur í röð á toppi heimslistans. Hann vann Wimbledon-mótið sjö sinnum. Siðasta leikur hans á atvinnumannaferlinum var í úrslitum US Open 2002. Þá lagði hann sinn helsta keppinaut, Andre Agassi, og labbaði svo í burtu. 11. Ray Lewis Ray Lewis. 17 ára ferill og tveir Super Bowl-titlar. Var enn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar þrátt fyrir háan aldur. Verður minnst sem einn af þeim bestu. Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Ray Lewis fékk fullkominn enda á frábæran feril er hann vann Super Bowl með Baltimore Ravens um helgina. Sautján ára ferill endaði eins og í góðu ævintýri. Fleiri frábærir íþróttamenn hafa náð því að hætta á toppnum og skráð sig í sögubækurnar. Vísir skoðar þessa íþróttamenn hér fyrir neðan. 1. Björn Borg.Björn Borg. Sænski sykurpúðinn var sleipur með tennisspaðann áður en hann fór að hanna og framleiða nærbuxur. Hann hætti árið 1983 en þá var hann aðeins 26 ára gamall og búinn að vinna Wimbledon-mótið fimm sinnum. 2. Tony Adams. Tony Adams. Átti skrautlegan feril þar sem baráttan við bakkus tók sinn toll. Sat meðal annars inni í 57 daga eftir að hafa klesst á drukkinn undir stýri. Náði deildar- og bikartvennunni í tvígang með Arsenal. Hætti eftir seinni tvennuna. 3. John Elway. John Elway. Einn besti leikstjórnandi í sögu NFL og lék með Denver Broncos. Spilaði 14 tímabil í röð án þess að vinna Super Bowl. Hann tapaði þrisvar í úrslitum. Hann gafst ekki upp og lauk ferlinum með því að vinna Super Bowl 1997 og 1998. Hann var valinn besti leikmaðurinn í sínum síðasta leik. 4. Bobby Fischer. Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann var aðeins 32 ára þegar hann fór að rífast við stjórnvöld og hætti að tefla. 5. Michael Johnson. Michael Johnson. Hlauparinn með fáranlega hlaupastílinn. Hann varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 og 400 metra hlaup á sömu Ólympíuleikunum. Það var árið 1996. Hljóp 400 metrana á 43.18 sekúndum árið 1999 og það heimsmet stendur enn. Hætti eftir að hafa varið ÓL-titil sinn í 400 metra hlaupi á ÓL í Sydney árið 2000. 6. Rocky Marciano. Rocky Marciano. Hvíta hetjan í hnefaleikunum. Hann var 32 ára er hann hætti. Þá hafði hann unnið alla 49 bardaga sína á ferlinum og hafði haldið heimsmeistaratigninni í fjögur ár samfleytt. 7. Michael Phelps. Michael Phelps. Hætti að synda eftir ÓL í London. Þar vann hann 4 gull og 2 silfur. Hann vann samtals 18 ÓL-gull og 22 ÓL-verðlaun í heildina. Met sem hugsanlega verður aldrei slegið. 8. Alain Prost. Alain Prost. Hætti í Formúlu 1 eftir að hafa unnið sinn fjórða heimsmeistaratitil árið 1993. Þá var hann 38 ára. Hann tók sér frí árið 1992, kom til baka og vann titilinn á ný. Eftir það var hann orðinn saddur. 9. Annika Sörenstam. Annika Sörenstam. Sænski kylfingurinn var á toppi heimslistans er hún hætti árið 2008. Hún vann 10 risatitla og 90 mót í heildina. Vann fjögur mót á síðasta ári sínu sem atvinnukylfingur. 10. Pete Sampras Pete Sampras. Tenniskappinn var mest 286 vikur í röð á toppi heimslistans. Hann vann Wimbledon-mótið sjö sinnum. Siðasta leikur hans á atvinnumannaferlinum var í úrslitum US Open 2002. Þá lagði hann sinn helsta keppinaut, Andre Agassi, og labbaði svo í burtu. 11. Ray Lewis Ray Lewis. 17 ára ferill og tveir Super Bowl-titlar. Var enn einn af bestu varnarmönnum deildarinnar þrátt fyrir háan aldur. Verður minnst sem einn af þeim bestu.
Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira