Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Akureyri 24-24 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 7. febrúar 2013 17:30 Myndir/Daníel Valur og Akureyri skildu jöfn í N1-deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og úrslitin nokkuð sanngjörn. Akureyringar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 13-11, og virtust ætla að stinga af í upphafi þess síðari. Mest varð forystan fimm mörk, 17-12, þegar um átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá tóku Valsmenn við sér. Með breyttum varnarleik og betri markvörslu náðu þeir að vinna sig inn í leikinn og jafna þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Þeir tóku þá frumkvæðið og hefðu getað komist tveimur mörkum yfir þegar að Orri Freyr Gíslason fiskaði víti. Jovan Kukobat varði hins vegar vítakast Nikola Dokic, hins nýja leikstjórnanda Vals. Leikurinn var í járnum síðustu mínúturnar en Akureyringar færðu sér klaufagang Valsmanna í nyt og komust yfir á ný. Valdimar Fannar Þórsson náði hins vegar að jafna metin þegar innan við tíu sekúndur voru eftir og Akureyringar náðu ekki að nýta sér þann tíma sem eftir lifði til að skora sigurmark. Bergvin Þór Gíslason átti stórleik fyrir Akureyringa og skoraði tíu mörk. Það gerði hann á ýmsa vegu en Bergvin lék ýmist í horni, skyttustöðu eða á miðjunni. Akureyringar eru fámennir vegna meiðsla og því var ýmislegt gert til að manna stöðurnar í sókninni - oft á tíðum með ágætum árangri. Hinn eldfljóti Bergvin bar sóknarleik gestanna uppi en þegar best gekk náðu skytturnar Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson sér ágætlega á strik. Skotnýting þeirra hefur þó oft verið betri. Sóknarleikur Vals var á löngum köflum nokkuð villtur. Dokic skaut fimmtán sinnum á markið, ef vítaköst eru frátalin, og skoraði fimm sinnum. Oft voru skot hans ótímabær og illa framkvæmd. Þorgrímur Smári Ólafsson kom inn af miklum krafti í seinni hálfleik en stóð eftir með aðeins tvö mörk úr átta tilraunum. Þess má þó geta að hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson nýtti sín færi afar vel. Hann skoraði alls sjö mörk. Varnarleikur Vals var ekki upp á marga fiska framan af en skánaði í seinni hálfleik. Efniviðurinn er til þó til staðar hjá Val og ljóst að ef liðið nær að koma betra skipulagi á sinn leik munu fleiri stig skila sér á Hlíðarenda. Akureyringar eru með mikið stemningslið. Leikmenn eru fórnfúsir og afar baráttuglaðir. Það fleytti þeim langt í kvöld. Liðið getur þó líka verið brothætt eins og sýndi sig í kvöld. Þeir voru í raun ekki langt frá því að missa fimm marka forystu í tapaðan leik. Úrslit leiksins eru líklegast sanngjörn, þó svo að bæði lið hefðu gert tilkall til sigursins. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar sem sjá má hér fyrir ofan.Mynd/DaníelPatrekur: Þurfum að fá menn úr skelinni Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að leikmenn sínir þurfi að stíga upp í næstu leikjum og sýna hvað í þeim búi. „Það eru erfiðleikar hjá okkur og hafa verið í allan vetur. Nú erum við komnir með breiðari hóp sem er hið besta mál," sagði Patrekur eftir leikinn í kvöld. „Nú þurfa menn aðeins að koma úr skelinni og leyfa sér að líða vel inn á vellinum. Þetta var pínulítið þrúgandi framan af." Eftir slæma byrjun í seinni hálfleik náðu Valsmenn að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. „Eftir að við skiptum yfir í framliggjandi vörn breyttist þetta aðeins. Við hefðum getað tekið tvö stig en líka tapað þeim báðum." Sóknarleikur Vals var oft á tíðum ágætur en inn á milli bar á agaleysi og ótímabærum skotum. „Við erum með ákveðið grunnskipulag í gangi en hlutirnir vilja vera oft aðeins þyngri þegar menn eru þarna niðri. Viljinn er þó góður og við unnum vel alla vikuna fyrir þennan leik." „Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera en náðum bara að sýna það á köflum. En eitt stig er ágætt úr því sem komið var." „Ástandið hjá okkur erfitt og ég vil að menn taki því og noti næstu leiki til að stíga fram og kalla fram ákveðna „geðveiki" í sinum leik," sagði Patrekur.Mynd/DaníelGuðmundur Hólmar: Stórleikur Begga skilaði stigi „Við vorum komnir marki undir og næstum búnir að lenda tveimur undir þegar stutt var eftir. Það er því auðveldara að sætta sig við eitt stig úr því sem komið var," sagði Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason eftir leikinn í kvöld. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn vel en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn með mikilli baráttu. „Við fengum tvær dýrar brottvísanir á okkur og Valsmenn náðu að minnka muninn í tvö mörk. Það var kannski helst til klaufalegt af okkur." „Við áttum svo í erfiðleikum með að leysa þeirra sóknarleik. Það er nokkuð ljóst að ef Beggi [Bergvin Þór] hefði ekki átt stórleik þá hefðum við ekki fengið eitt stig." Akureyringar hafa misst nokkra menn í meiðsli í vetur og því hefur reynt á aðra að fylla í skarð þeirra. Hreinn Þór Hauksson spilaði í horninu, Heimir Örn Árnason þjálfari á línunni og aðrir sóknarmenn voru duglegir að skipta með sér leikstöðum. „Við erum að gera það sem við getum með okkar mannskap. Menn eru að leggja sig alla fram og það hefur verið að koma vel út - Hreinsi er til dæmis frábær í horninu." Það ríkti mikil og góð stemning á varamannabekk Akureyrar í leiknum og Guðmundur segir að það hafi haft jákvæð áhrif. „Við réðum sérstakan mann í það. Jón Heiðar, sem var farinn suður í skólann, var fenginn aftur til að halda uppi ákveðinni stemningu á bekknum." „Það er allt annað, enda gefur það mikið fyrir liðið að hafa tryllta menn á bekknum - sama hvernig gengur. Menn eru í þessu til að hafa gaman." Guðmundur segir markmiðið einfalt - að komast í úrslitakeppnina. „Skakkaföllinn breyta engu um það. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina og víkjum ekkert frá því." Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Valur og Akureyri skildu jöfn í N1-deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og úrslitin nokkuð sanngjörn. Akureyringar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 13-11, og virtust ætla að stinga af í upphafi þess síðari. Mest varð forystan fimm mörk, 17-12, þegar um átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá tóku Valsmenn við sér. Með breyttum varnarleik og betri markvörslu náðu þeir að vinna sig inn í leikinn og jafna þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Þeir tóku þá frumkvæðið og hefðu getað komist tveimur mörkum yfir þegar að Orri Freyr Gíslason fiskaði víti. Jovan Kukobat varði hins vegar vítakast Nikola Dokic, hins nýja leikstjórnanda Vals. Leikurinn var í járnum síðustu mínúturnar en Akureyringar færðu sér klaufagang Valsmanna í nyt og komust yfir á ný. Valdimar Fannar Þórsson náði hins vegar að jafna metin þegar innan við tíu sekúndur voru eftir og Akureyringar náðu ekki að nýta sér þann tíma sem eftir lifði til að skora sigurmark. Bergvin Þór Gíslason átti stórleik fyrir Akureyringa og skoraði tíu mörk. Það gerði hann á ýmsa vegu en Bergvin lék ýmist í horni, skyttustöðu eða á miðjunni. Akureyringar eru fámennir vegna meiðsla og því var ýmislegt gert til að manna stöðurnar í sókninni - oft á tíðum með ágætum árangri. Hinn eldfljóti Bergvin bar sóknarleik gestanna uppi en þegar best gekk náðu skytturnar Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson sér ágætlega á strik. Skotnýting þeirra hefur þó oft verið betri. Sóknarleikur Vals var á löngum köflum nokkuð villtur. Dokic skaut fimmtán sinnum á markið, ef vítaköst eru frátalin, og skoraði fimm sinnum. Oft voru skot hans ótímabær og illa framkvæmd. Þorgrímur Smári Ólafsson kom inn af miklum krafti í seinni hálfleik en stóð eftir með aðeins tvö mörk úr átta tilraunum. Þess má þó geta að hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson nýtti sín færi afar vel. Hann skoraði alls sjö mörk. Varnarleikur Vals var ekki upp á marga fiska framan af en skánaði í seinni hálfleik. Efniviðurinn er til þó til staðar hjá Val og ljóst að ef liðið nær að koma betra skipulagi á sinn leik munu fleiri stig skila sér á Hlíðarenda. Akureyringar eru með mikið stemningslið. Leikmenn eru fórnfúsir og afar baráttuglaðir. Það fleytti þeim langt í kvöld. Liðið getur þó líka verið brothætt eins og sýndi sig í kvöld. Þeir voru í raun ekki langt frá því að missa fimm marka forystu í tapaðan leik. Úrslit leiksins eru líklegast sanngjörn, þó svo að bæði lið hefðu gert tilkall til sigursins. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar sem sjá má hér fyrir ofan.Mynd/DaníelPatrekur: Þurfum að fá menn úr skelinni Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að leikmenn sínir þurfi að stíga upp í næstu leikjum og sýna hvað í þeim búi. „Það eru erfiðleikar hjá okkur og hafa verið í allan vetur. Nú erum við komnir með breiðari hóp sem er hið besta mál," sagði Patrekur eftir leikinn í kvöld. „Nú þurfa menn aðeins að koma úr skelinni og leyfa sér að líða vel inn á vellinum. Þetta var pínulítið þrúgandi framan af." Eftir slæma byrjun í seinni hálfleik náðu Valsmenn að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. „Eftir að við skiptum yfir í framliggjandi vörn breyttist þetta aðeins. Við hefðum getað tekið tvö stig en líka tapað þeim báðum." Sóknarleikur Vals var oft á tíðum ágætur en inn á milli bar á agaleysi og ótímabærum skotum. „Við erum með ákveðið grunnskipulag í gangi en hlutirnir vilja vera oft aðeins þyngri þegar menn eru þarna niðri. Viljinn er þó góður og við unnum vel alla vikuna fyrir þennan leik." „Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera en náðum bara að sýna það á köflum. En eitt stig er ágætt úr því sem komið var." „Ástandið hjá okkur erfitt og ég vil að menn taki því og noti næstu leiki til að stíga fram og kalla fram ákveðna „geðveiki" í sinum leik," sagði Patrekur.Mynd/DaníelGuðmundur Hólmar: Stórleikur Begga skilaði stigi „Við vorum komnir marki undir og næstum búnir að lenda tveimur undir þegar stutt var eftir. Það er því auðveldara að sætta sig við eitt stig úr því sem komið var," sagði Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason eftir leikinn í kvöld. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn vel en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn með mikilli baráttu. „Við fengum tvær dýrar brottvísanir á okkur og Valsmenn náðu að minnka muninn í tvö mörk. Það var kannski helst til klaufalegt af okkur." „Við áttum svo í erfiðleikum með að leysa þeirra sóknarleik. Það er nokkuð ljóst að ef Beggi [Bergvin Þór] hefði ekki átt stórleik þá hefðum við ekki fengið eitt stig." Akureyringar hafa misst nokkra menn í meiðsli í vetur og því hefur reynt á aðra að fylla í skarð þeirra. Hreinn Þór Hauksson spilaði í horninu, Heimir Örn Árnason þjálfari á línunni og aðrir sóknarmenn voru duglegir að skipta með sér leikstöðum. „Við erum að gera það sem við getum með okkar mannskap. Menn eru að leggja sig alla fram og það hefur verið að koma vel út - Hreinsi er til dæmis frábær í horninu." Það ríkti mikil og góð stemning á varamannabekk Akureyrar í leiknum og Guðmundur segir að það hafi haft jákvæð áhrif. „Við réðum sérstakan mann í það. Jón Heiðar, sem var farinn suður í skólann, var fenginn aftur til að halda uppi ákveðinni stemningu á bekknum." „Það er allt annað, enda gefur það mikið fyrir liðið að hafa tryllta menn á bekknum - sama hvernig gengur. Menn eru í þessu til að hafa gaman." Guðmundur segir markmiðið einfalt - að komast í úrslitakeppnina. „Skakkaföllinn breyta engu um það. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina og víkjum ekkert frá því."
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira